Samfélagsmiðlar

Stjórn Isavia fundaði 17 sinnum

Stjórn Isavia kemur oftar saman en stjórnir ríkisfyrirtækjanna sem reka flugvellina í Noregi og Finnlandi.

Í nýrri stjórn Isavia sitja (frá vinstri) Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Matthías Imsland, Valdimar Halldórsson, Eva Pandora Baldursdóttir og Ingimundur Sigurpálsson.

Á síðasta starfsári kom stjórn Isavia saman sautján sinnum og tvisvar sinnum voru varamenn kallaðir inn. Þetta kemur fram í svari frá Isavia við fyrirspurn Túrista. Til samanburðar þá voru haldnir 14 fundir í stjórn Finavia og að jafnaði eru stjórnarfundirnar 8 til 10 á ári hjá Avinor samkvæmt svörum talsmanna fyrirtækjanna tveggja. Ingimundur Sigurpálsson, stjórnarformaður Isavia, mætti á alla fundina í fyrra en líkt og Túristi greindi frá þá verða laun Ingimundar, fyrir stjórnarformennskuna, í heildina um 4,7 miljónir á því starfsári sem var að hefjast.

Aðstoðarkonan fengi ekki sæti í Noregi

Á ársfundi Isavia í síðustu viku var ný stjórn fyrirtækisins skipuð en í henni eiga aðeins sæti fulltrúar þingflokkanna. Stjórnin er því skipuð pólitískt en þess háttar tíðkast ekki í nágrannalöndunum. Í Svíþjóð og Noregi koma stjórnarmeðlimir oftar en ekki úr atvinnulífinu og hafa verið valdir út frá ákveðnum kröfum. Í Noregi gildir einnig sú regla að embættismenn og fólk í opinberri þjónustu má ekki sitja í stjórnum ríkisfyrirtækja samkvæmt svari frá norska samgönguráðuneytinu. Í því ljósi er áhugavert að í varastjórn Isavia er Ingveldur Sæmundsdóttir sem er jafnframt aðstoðarkona Sigurður Inga Jóhannssonar samgönguráðherra. Þessi tvö dæmi sýna hversu reglur um stjórnarsetu í opinberum fyrirtækjum hér á landi eru mun takmarkaðri en hjá frændþjóðunum.

Víxlaði Pírötunum

Í stjórn Isavia sitja fimm manns, þrír karlar frá stjórnarflokkunum og konur frá Pírötum og Miðflokknum. Frambjóðandi Pírata í aðalstjórn var hins vegar Hreiðar Eiríksson en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kaus heldur varamann Pírata, Evu Pandoru Baldursdóttur. Þannig var kynjahlutfallið betra því sem fyrr segir voru aðalframbjóðendur stjórnarflokkanna allt karlar. Frá Miðflokki valdi fjármálaráðherra Nönnu Margréti Gunnlaugsdóttur en hún er systir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Í stjórnum ríkisfyrirtækjanna sem reka flugvellina í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fá fulltrúar starfsfólks einnig sæti líkt og almennar reglur kveða á um í þessum löndum. Túristi hefur sent fyrirspurn á Ingimund Sigurpálsson, stjórnarformann Isavia, og spurt hvort honum þætti það til framdráttar að sami háttur yrði hafður á hjá Isavia. Ingimundur hefur ekki svarað og eins hafa ekki fengist svör frá fjármálaráðuneytinu né Sjálfstæðisflokknum. Forsvarsmenn hinna flokkanna sem eiga sæti í stjórn Isavia hafa hins vegar svarað fyrirspurnum Túrista.

Þess ber að geta að í frétt sem Túristi birti í byrjun vikunnar kom fram að stjórnarfundir hjá Finavia hafi verið 30 talsins í fyrra. Var þar miðað við heildargreiðslur til stjórnarformannsins en hann fær greitt sérstaklega fyrir hver fund. Hið rétta er hins vegar að stjórnarfundirnir voru aðeins 13 talsins en hinir 17 fundirnir sem stjórnarformaðurinn fékk greitt fyrir voru með stjórnendum starfsmannamála Finavia.

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …