Þau lönd sem fá fæsta ferðamenn

Listi yfir þau fimm lönd sem taka á móti sárafáum túristum.

ferdamenn cataratas do iguacu brazil henrique felix
Svona ferðamannastraum, eins og við Iguacu fossana í Brasilíu, hafa þau ekki séð í löndunum fimm. Mynd: Henrique Felix

Ekkert land í Evrópu fær eins fáa gesti og smáríkið Liechtenstein en þangað komu 77 þúsund ferðamenn í fyrra en aðeins tvö þúsund fleiri fóru til San Marínó. Það eru álíka margir og komu hingað í janúar í hittifyrra svo nærtækt dæmi sé tekið.

Evrópsku smáríkin tvö eru þó ekki nærri því að komast á lista UNWTO, ferðamálaráðs Sameinuðu þjóðanna, yfir þau 5 lönd sem fengu til sín fæsta erlenda ferðamenn í fyrra.

5 minnst heimsóttu löndin:

  1. Nauru, 160 ferðamenn
  2. Sómalía, 400 ferðamenn
  3. Tuvalu, 2000 ferðamenn
  4. Kiribati, 4000 ferðamenn
  5. Suður-Súdan, 5500 ferðamenn