Urðu að aflýsa 180 ferðum

Farþegum í innanlandsflugi fækkaði þó nokkuð febrúar samkvæmt nýbirtum tölum frá Isavia. Skýringin á þessu liggur meðal annars í veðurhamnum.

flugvel innanlands isavia
Mynd: Isavia

Í febrúar fóru 52.654 farþegar um innanlandsflugvelli landsins og er þetta  nærri 5% samdráttur frá sama tíma í fyrra samkvæmt þeim tölum sem nú liggja fyrir á vef Isavia. Í raun var fækkunin í innanlandsfluginu þó nokkru meiri en þessar tölur segja til um því samkvæmt upplýsingum frá bresku flugumferðarstjórninni þá nýttu 1285 farþegar sé flug Super Break frá Bretlandi til Akureyrar í febrúar. Auk þess má gera ráð fyrir að farþegar í Keflavíkurflugi Air Iceland Connect frá Akureyri hafi verið álíka margir en það er aðeins í boði í tengslum við millilandaflug frá Akureyri. Í heildina hefur farþegum í innanlandsflugi í febrúar því fækkað um nærri tíund og er samdráttur álíka mikill og varð á Reykjavíkurflugvelli í febrúar.

Skýringinu á þessum mikla mun er meðal annars að finna í öllum þeim fjölda ferða sem aflýsa þurfti í febrúar. Til að mynda þurfti Air Iceland Connect að fella niður 180 ferðir í febrúar eða ríflega tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra flugfélagsins. Það er líka áhugavert að hið vonda veður dregur ekki aðeins úr fjölda flugfarþega þann dag sem veðrið gengur yfir því þegar þannig viðrar panta fáir sér  sæti í innanlandsflug. Það er vísbending um að umtalsverður hluti þeirra sem nýta sér innanlandsflug bóka ferðir sínar með mjög stuttum fyrirvara.