Samfélagsmiðlar

Yrði mikið högg ef annað flugfélagið færi

Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, telur engan vafa leika á því að það myndi hafa mikil áhrif hér á landi ef rekstur íslensku millilandaflugfélaganna myndi stöðvast. Hann telur að fargjöld fari ekki hækkandi.

icelandair wow

Íslensku flugfélögin tvö standa undir bróðurparti allra flugferða til og frá landinu.

Ísland er háðara ferðaþjónustu efnahagslega séð en flest önnur lönd og góðar flugsamgöngur eru atvinnugreininni gríðarlega mikilvægar. Þjóðhagslegt mikilvægi Icelandair og WOW air hefur þar af leiðandi verið til umræðu síðustu misseri enda standa íslensku flugfélögin tvö undir nærri 80% af framboði flugsæta frá Keflavíkurflugvelli. Hvergi í Evrópu er vægi innlendra flugfélaga eins hátt. Aðspurður um hvort íslensku flugfélögin séu orðin of stór til að falla, segir Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, að hann myndi svara þeirri spurningu neitandi. „Það yrði þó klárlega mikið högg ef annað flugfélagið færi og það tæki nokkur ár að ná einhverju jafnvægi. Það gefur augaleið.“

Fargjöldin ekki á uppleið

Í nýrri afkomuspá Arion banka fyrir Icelandair kemur fram að líkur séu á að fyrstu mánuðir þessa árs hafi verið versta ársbyrjun í rekstri Icelandair í áratug. Spá sérfræðingar bankans að tapið á þessum fyrsta ársfjórðungi hafi aukist hjá flugfélaginu frá sama tíma í fyrra og það megi helst skrifa á hækkandi olíuverð og styrkingu krónunnar. Til að vega upp þessa óhagstæðu þróun, þá segir í greiningu Arion banka, að mikilvægt sé að fargjöldin hækki. Skúli Mogensen vill ekki gefa mikið út á þessa spá Arion banka en segist ekki eiga von á því að fargjöld fari hækkandi. „Núna reynir á að hafa betri kostnaðarstrúktur en samkeppnisaðilarnir“, bæti Skúli við.

Þess má geta að síðustu tólf mánuði hefur verð á þotueldsneyti hækkað um ca. 40% og skrifast hluti af þeirri hækkun á óróan í Miðausturlöndum síðustu vikur. En líkt og Túristi greindi frá í byrjun árs þá haga stjórnendur Icelandair og WOW air innkaupum á eldsneyti með ólíkum hætti því það fyrrnefnda er að hluta til varið fyrir hækkunum fram í tímann en WOW air ekki. Og þegar litið er til fargjaldaþróunar hjá Norwegian, sem einnig er stórtækt í flugi yfir Atlantshafið, þá lækkuðu meðalfargjöld flugfélagsins um 4% í febrúar síðastliðnum miðað við sama tíma í fyrra. Lækkunin nemur 16% þegar litið er tvö ár aftur í tímann en svona upplýsingar eru ekki að finna í mánaðarlegum tilkynningum Icelandari til Kauphallarinnar né í fréttatilkynningum WOW air.

Íhuga að fá meðeigendur

Þessi umtalsverða fargjaldalækkun og miklar fjárfestingar í flugvélum og leiðakerfi hafa leikið efnahag Norwegian grátt og til marks um það þá þurftu félagið að leita eftir auknu hlutafé í mars sl. Það kom því á óvart þegar það spurðist út í síðustu viku að móðurfélag British Airways ætti orðið um 5% hlut í Norwegian og hefði áhuga á að eignast allt félagið. Skúli segir þessi síðustu tíðindi vera mjög áhugaverð og staðfesta trú sína á að Norwegian hafi verið að gera góða hluti í því að bjóða upp á lággjaldaflug yfir Atlantshafið. En mun Skúli ennþá sitja á 100% hlut í WOW air í árslok? „Við erum byrjuð að ígrunda hvort það eigi að taka inn meðeigendur.“ Hann segir ástæðuna þó ekki vera fjárþörf heldur aðallega þá að umfangið er orðið það mikið að áframhaldandi stækkun er orðin mjög dýr. „Þá er annað hvort að hægja á rekstrinum eða taka inn aukið hlutafé til að hafa sterkari stoðir. Miðað við umfang rekstrarins þá erum við með lágt eiginfjárhlutfall sem helgast af því að ég byggði félagið upp frá grunni.“

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …