Samfélagsmiðlar

Yrði mikið högg ef annað flugfélagið færi

Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, telur engan vafa leika á því að það myndi hafa mikil áhrif hér á landi ef rekstur íslensku millilandaflugfélaganna myndi stöðvast. Hann telur að fargjöld fari ekki hækkandi.

icelandair wow

Íslensku flugfélögin tvö standa undir bróðurparti allra flugferða til og frá landinu.

Ísland er háðara ferðaþjónustu efnahagslega séð en flest önnur lönd og góðar flugsamgöngur eru atvinnugreininni gríðarlega mikilvægar. Þjóðhagslegt mikilvægi Icelandair og WOW air hefur þar af leiðandi verið til umræðu síðustu misseri enda standa íslensku flugfélögin tvö undir nærri 80% af framboði flugsæta frá Keflavíkurflugvelli. Hvergi í Evrópu er vægi innlendra flugfélaga eins hátt. Aðspurður um hvort íslensku flugfélögin séu orðin of stór til að falla, segir Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, að hann myndi svara þeirri spurningu neitandi. „Það yrði þó klárlega mikið högg ef annað flugfélagið færi og það tæki nokkur ár að ná einhverju jafnvægi. Það gefur augaleið.“

Fargjöldin ekki á uppleið

Í nýrri afkomuspá Arion banka fyrir Icelandair kemur fram að líkur séu á að fyrstu mánuðir þessa árs hafi verið versta ársbyrjun í rekstri Icelandair í áratug. Spá sérfræðingar bankans að tapið á þessum fyrsta ársfjórðungi hafi aukist hjá flugfélaginu frá sama tíma í fyrra og það megi helst skrifa á hækkandi olíuverð og styrkingu krónunnar. Til að vega upp þessa óhagstæðu þróun, þá segir í greiningu Arion banka, að mikilvægt sé að fargjöldin hækki. Skúli Mogensen vill ekki gefa mikið út á þessa spá Arion banka en segist ekki eiga von á því að fargjöld fari hækkandi. „Núna reynir á að hafa betri kostnaðarstrúktur en samkeppnisaðilarnir“, bæti Skúli við.

Þess má geta að síðustu tólf mánuði hefur verð á þotueldsneyti hækkað um ca. 40% og skrifast hluti af þeirri hækkun á óróan í Miðausturlöndum síðustu vikur. En líkt og Túristi greindi frá í byrjun árs þá haga stjórnendur Icelandair og WOW air innkaupum á eldsneyti með ólíkum hætti því það fyrrnefnda er að hluta til varið fyrir hækkunum fram í tímann en WOW air ekki. Og þegar litið er til fargjaldaþróunar hjá Norwegian, sem einnig er stórtækt í flugi yfir Atlantshafið, þá lækkuðu meðalfargjöld flugfélagsins um 4% í febrúar síðastliðnum miðað við sama tíma í fyrra. Lækkunin nemur 16% þegar litið er tvö ár aftur í tímann en svona upplýsingar eru ekki að finna í mánaðarlegum tilkynningum Icelandari til Kauphallarinnar né í fréttatilkynningum WOW air.

Íhuga að fá meðeigendur

Þessi umtalsverða fargjaldalækkun og miklar fjárfestingar í flugvélum og leiðakerfi hafa leikið efnahag Norwegian grátt og til marks um það þá þurftu félagið að leita eftir auknu hlutafé í mars sl. Það kom því á óvart þegar það spurðist út í síðustu viku að móðurfélag British Airways ætti orðið um 5% hlut í Norwegian og hefði áhuga á að eignast allt félagið. Skúli segir þessi síðustu tíðindi vera mjög áhugaverð og staðfesta trú sína á að Norwegian hafi verið að gera góða hluti í því að bjóða upp á lággjaldaflug yfir Atlantshafið. En mun Skúli ennþá sitja á 100% hlut í WOW air í árslok? „Við erum byrjuð að ígrunda hvort það eigi að taka inn meðeigendur.“ Hann segir ástæðuna þó ekki vera fjárþörf heldur aðallega þá að umfangið er orðið það mikið að áframhaldandi stækkun er orðin mjög dýr. „Þá er annað hvort að hægja á rekstrinum eða taka inn aukið hlutafé til að hafa sterkari stoðir. Miðað við umfang rekstrarins þá erum við með lágt eiginfjárhlutfall sem helgast af því að ég byggði félagið upp frá grunni.“

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …