10 bestu ódýru hótelin í Kaupmannahöfn

Ef þú vilt búa vel en borga sem minnst fyrir gistinguna í höfuðborg Danmerkur þá gætu þessi hótel hitt í mark.

kaupmannahofn yfir
Mynd: Media center Copenhagen

Þó úrvalið af beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli hafi margfaldast þá halda Íslendingar tryggð við Kaupmannahöfn. Þannig fjölgaði gistinóttum landans á hótelum þar í borg umtalsvert í fyrra og miklu fleiri sem leggja leið sína þangað en til að mynda til Stokkhólms eða Óslóar.

Kaupmannahöfn nýtur auðvitað hylli víða enda þægileg ferðamannaborg og skríbentar breska blaðsins Independent birtu nýverið lista yfir þau hótel í borginni sem þeir telja vera þau bestu fyrir ferðafólk sem vill eyða minnu í gistingu og þá kannski meira í allt annað sem Köben hefur upp á að bjóða.

10 bestu billegu hótelin í Kaupmannahöfn að mati Independent:

Hotel Danmark
Á þessu fjögurra stjörnu hóteli er að finna tvö herbergi með kojum og komast sex gestir þar fyrir. En þó þú bókir þessi ódýrustu herbergi hússins þá getur þú engu að síður nýtt þér líkamsræktaraðstöðuna, tilboðin á barnum og færð lífrænan morgunmat í kaupbæti.
Herbergi frá 599 dönskum kr. (9800 kr.)
Gerðu verðsamanburð

A&O Copenhagen Norrebro
Nørrebro er kannski skemmtilegasta hverfið í Kaupmannahöfn en sá sem hér pikkar á lyklaborð er reyndar litaður eftir að hafa varið 7 árum í þessu dýnamíska hverfi þar sem allt getur gerst. Hvað sem því líður þá hefur framboð á gistingu í hverfinu verið lítið. Það breyttist til hins betra með komu hins stóra A&O Copenhagen Norrebro sem getur hýst 670 gesti í 270 herbergjum.
Herbergi frá 462 dönskum kr. (7500 kr.)
Gerðu verðsamanburð

Wakeup Copenhagen Borgergade
Fyrsta Wakeup hótelið, sem er skammt frá Hovedbanegården, hefur hýst ófáa íslenska árshátíðargesti og útibúið við Borgergade hefur líka verið vel nýtt af Íslendingum. Herbergi hótelsins eru nærri fimm hundrað talsins og er þeim skipt í þrjá verðflokka; Standard, Sky og Heaven. Þau fyrst nefndu eru með útsýni í bakgarð eða eru á neðstu hæð en þau síðast nefndu eru efst og þaðan er útsýnið því mest. Fyrir þau þarftu líka að borga meira.
Herbergi frá 400 dönskum kr. (6500 kr.)
Gerðu verðsamanburð

Danhostel Copenhagen City
Hótel stendur við Langebro sem tengir Islands brygge hverfið við miðborgina. Þetta háhýsi hefur að geyma alls kyns herbergi og m.a. nokkur stór fyrir fjölskyldur. Hér þurfa gestirnir að búa um sig sjálfir sem er reyndar eitthvað sem verður sífellt algengara í gistigeiranum.
Herbergi frá 450 dönskum kr. (7400 kr.)
Gerðu verðsamanburð

Annex Copenhagen
Gistiheimili sem tengist samnefndu hóteli á Vesterbro, ekki langt frá Istedgade og aðallestarstöðinni. Þaðan er svo stuttur spölur yfir í Kødbyen með alla sínu spennandi matsölustaði og bari.
Herbergi frá 450 dönskum kr. (7400 kr.)
Gerðu verðsamanburð

Steel house Copenhagen
Fyrrum höfuðstöðvar verkalýðsfélags málmiðnaðarmanna eru nú risastórt hótel með 1.154 rúm sem skiptast á herbergi í nokkrum verðflokkum. Sum þeirra eru einskonar svefnpokapláss (frá 2000 kr.) en önnur í eigin herbergjum. Hótelið er í vestari hluta miðborgarinnar, við tjarnirnar fallegu sem marka skil á milli miðbæjarins og hverfanna.
Herbergi frá 400 dönskum kr. (6500 kr.)
Gerðu verðsamanburð

Good Morning Copenhagen Star
Þetta er nýendurbyggt hótel á Vesterbro og skammt frá aðallestarstöðinni. Herbergin eru í öllum stærðum og sum þeirra ansi lítil og þau þá ódýrust. Þetta er hins vegar nokkru dýrari gisting en hótelin hér fyrir ofan.
Herbergi frá 1391 dönskum kr. (22400 kr.)
Gerðu verðsamanburð

Copenhagen Island
Útsýnið frá herbergjunum sem snúa út að sundinum er ansi gott en þetta hótel er á jaðri miðborgarinnar og gestirnir mega því gera ráð fyrir smá labbi inní bæ. En stutt yfir á Islandsbrygge og Vesterbro.
Herbergi frá 1095 dönskum kr. (17800 kr.)
Gerðu verðsamanburð

Axel Guldsmeden
Hér eru umhverfismálin í fókus og hótelið hefur fengið Green Globe vottun og morgunmaturinn að sjálfsögðu lífrænn.
Herbergi frá 995 dönskum kr. (16200 kr.)
Gerðu verðsamanburð

Christian IV
Við merkilega hljóða götu inn inn í miðborginni, nánar tilteki við Kongens Have er þetta litla hótel af klassíska skólanum. Hér er ekkert verið að eltast við tískustraumana heldur er þetta hótel eins og hótel hafa verið.
Herbergi frá 1165 dönskum kr. (18900 kr.)
Gerðu verðsamanburð

Hér geturðu svo borið saman fargjöld Icelandair, WOW og SAS til Kaupmannahafnar