Bjóða ódýr sólarflug til Spánar

Það er hægt að komast til Alicante, Tenerife, Mallorca og fleiri staða með stuttum fyrirvara án þess að borga mikið.

alicante
Frá Alicante. Mynd: Ferðamálaráð Spánar

Allt árið um kring njóta sólarferðir til Spánar vinsælda meðal Íslendinga. Yfir köldustu mánuðina eru það Kanarí og Tenerife sem lokka en frá vori og fram á haust fer landinn líka yfir á meginlandið og til Mallorca. Til allra þessara staða bjóða Plúsferðir upp á hefðbundnar sólarlandaferðir en ferðaskrifstofan hefur líka á boðstólum flugmiða fyrir þá sem vilja skipuleggja ferðalagið sjálfir. Og núna eru miðarnir í sumum tilfellum mjög ódýrir. Þannig kosta ódýrustu sætin 9.900 krónur og reyndar geta þeir sem eru á Alicante núna flogið heim á morgun fyrir 4.900 krónur. Svo ódýrir flugmiðar eru auðvitað sjaldséðir í Íslandsflugi.

Plúsferðir bjóða upp á flugsæti með öllum þeim flugfélögum sem fljúga milli Íslands og Spánar og farþegarnir fljúga því kannski út með einu flugfélagi en heim með öðru en farangur fylgir öllum miðum.