Samfélagsmiðlar

Dýrari flugmiðar hafa ólík áhrif hjá Icelandair og WOW

Forsvarsmenn Icelandair og WOW air segja fargjöldin hafa hækkað í ár en það hefur þveröfug áhrif á fjölda nýttra sæta um borð. Líkt og hjá stærstu flugfélögum Norðurlanda þá hefur sætanýtingin farið lækkandi hjá Icelandair í ár en þróunin er önnur hjá WOW.

Hjá Icelandair hækkar hlutfall óseldra sæta en lækkar hjá WOW. Hjá báðum flugfélögum hafa fargjöld að jafnaði hækkað.

Í byrjun hvers mánaðar sendir Icelandair tilkynningu til kauphallarinnar þar sem finna má tölur yfir fjölda farþega, framboð og sætanýtingu í nýliðnum mánuði. Og samkvæmt hefðinni senda forsvarsmenn WOW air frá sér fréttatilkynningu með sambærilegum upplýsingum nokkrum dögum síðar. Í þessum uppgjörum íslensku flugfélaganna eru hins vegar ekki að finna nákvæmar tölur um þróun fargjalda.

Þess háttar upplýsingar veita hins vegar norrænu flugfélögin SAS og Norwegian og í uppgjöri þess síðarnefnda, fyrir nýliðinn apríl, kom í ljós að meðalfargjöld þessa stærsta flugfélags Norðurlanda lækkuðu um 16% í apríl í samanburði við sama tíma í fyrra. Af því tilefni var haft eftir Björn Kjos, forstjóra Norwegian, að meginskýringin á þessari miklu verðlækkun er sú að félagið hafði á boðstólum mikið af ódýrum farmiðum í apríl. Fyrstu þrjá mánuði ársins lækkuðu fargjöldin hjá Norwegian að jafnaði minna eða um 1%.

Ekki sama þróun hér á landi

Leiðakerfi Norwegian hefur farið ört stækkandi og sérstaklega þegar kemur að flugi yfir Norður-Atlantshafið. Félagið á því í beinni eða óbeinni samkeppni við Icelandair og WOW air á fjöldamörgum flugleiðum milli Evrópu og Norður-Ameríku. Í ljósi þess að íslensku félögin tvö bjóða oft lág fargjöld á þessum leiðum, á sama hátt og Norwegian gerir, þá mætti ætla að þróun fargjalda hafi verið sambærileg hjá Icelandair og WOW air.

Það er þó ekki raunin því þar hefur farmiðaverðið farið hækkandi samkvæmt upplýsingum frá félögunum tveimur en þó með ólíkum afleiðingum. Í uppgjöri Icelandair, fyrir fyrsta ársfjórðung, kom fram að meðalverð hefðu hækkað en á sama tíma hefur sætanýtingin farið lækkandi. Sérstaklega í nýliðnum apríl eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Skýringuna á þeirri þróun mun meðal annars vera að finna í verðlagningunni samkvæmt Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair. „Eins og var tekið fram á kynningarfundi okkar um daginn þá höfum við ekki tekið þátt í verðstríði af fullum þunga til þess eins að halda uppi markaðshlutdeild á viðkomandi mörkuðum.“

Almenn pressa á fargjöld

Hjá WOW air hafa hlutirnir þróast á annan hátt því þar hefur verðið hækkað og sætanýtingin líka. Öfugt við það sem gerst hefur hjá Icelandair en eins og sjá má sjá á tölfunni hér fyrir neðan þá hefur sætanýtingin líka farið versnandi hjá Norwegian og SAS síðustu mánuði. „WOW air hefur séð hækkun á meðalfargjöldum það sem af er þessu ári. Í apríl hækkuðu meðalfargjöld lítillega, en tímasetning á páskum í samanburði við árið í fyrra hefur áhrif á samanburð á milli ára,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, talskona flugfélagsins. Aðspurð um hvernig þetta rími við þá fullyrðingu Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, að fargjöld væru ekki á uppleið þá segir Svanhvít að það sé alveg rétt að almennt hafi verið pressa á lækkun fargjalda. „Hins vegar sáum við á fyrsta ársfjórðungi að flugverð hjá okkur hafa að meðaltali hækkað. En almennt séð teljum við að flugverð muni lækka næstu mánuði,“ útskýrir Svanhvít.

Telja olíuverðið hafa áhrif

Sýn stjórnenda Icelandair á verðþróunin næstu missera er önnur því Guðjón Arngrímsson segir að hjá Icelandair er talið líklegt að hækkandi eldsneytisverð leiði til þess að meðalfargjöld hækki. En í því samhengi má benda á að olíuverð er í dag nærri helmingi hærra en það var fyrir ári síðan en kaup á þotueldsneyti vegur þungt í rekstri flugfélaga.

Þess má geta að Icelandair, SAS og Norwegian eru allt fyrirtæki á hlutabréfamarkaði og verða því að veita gefa út farþegatölur mánaðarlega en það þyrfti WOW air ekki að gera þar sem félagið er ekki skráð á markað. Enn sem komið er hefur flugfélagið ekki birt afkomutölur sínar fyrir síðasta ár en WOW mun hafa velt um 50 milljörðum í fyrra. Það er vísbending um að tekjur á hvern farþega hafi lækkað um fimmtung árið 2017 líkt og Túristi benti nýverið á.

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …