Samfélagsmiðlar

Dýrari flugmiðar hafa ólík áhrif hjá Icelandair og WOW

Forsvarsmenn Icelandair og WOW air segja fargjöldin hafa hækkað í ár en það hefur þveröfug áhrif á fjölda nýttra sæta um borð. Líkt og hjá stærstu flugfélögum Norðurlanda þá hefur sætanýtingin farið lækkandi hjá Icelandair í ár en þróunin er önnur hjá WOW.

Hjá Icelandair hækkar hlutfall óseldra sæta en lækkar hjá WOW. Hjá báðum flugfélögum hafa fargjöld að jafnaði hækkað.

Í byrjun hvers mánaðar sendir Icelandair tilkynningu til kauphallarinnar þar sem finna má tölur yfir fjölda farþega, framboð og sætanýtingu í nýliðnum mánuði. Og samkvæmt hefðinni senda forsvarsmenn WOW air frá sér fréttatilkynningu með sambærilegum upplýsingum nokkrum dögum síðar. Í þessum uppgjörum íslensku flugfélaganna eru hins vegar ekki að finna nákvæmar tölur um þróun fargjalda.

Þess háttar upplýsingar veita hins vegar norrænu flugfélögin SAS og Norwegian og í uppgjöri þess síðarnefnda, fyrir nýliðinn apríl, kom í ljós að meðalfargjöld þessa stærsta flugfélags Norðurlanda lækkuðu um 16% í apríl í samanburði við sama tíma í fyrra. Af því tilefni var haft eftir Björn Kjos, forstjóra Norwegian, að meginskýringin á þessari miklu verðlækkun er sú að félagið hafði á boðstólum mikið af ódýrum farmiðum í apríl. Fyrstu þrjá mánuði ársins lækkuðu fargjöldin hjá Norwegian að jafnaði minna eða um 1%.

Ekki sama þróun hér á landi

Leiðakerfi Norwegian hefur farið ört stækkandi og sérstaklega þegar kemur að flugi yfir Norður-Atlantshafið. Félagið á því í beinni eða óbeinni samkeppni við Icelandair og WOW air á fjöldamörgum flugleiðum milli Evrópu og Norður-Ameríku. Í ljósi þess að íslensku félögin tvö bjóða oft lág fargjöld á þessum leiðum, á sama hátt og Norwegian gerir, þá mætti ætla að þróun fargjalda hafi verið sambærileg hjá Icelandair og WOW air.

Það er þó ekki raunin því þar hefur farmiðaverðið farið hækkandi samkvæmt upplýsingum frá félögunum tveimur en þó með ólíkum afleiðingum. Í uppgjöri Icelandair, fyrir fyrsta ársfjórðung, kom fram að meðalverð hefðu hækkað en á sama tíma hefur sætanýtingin farið lækkandi. Sérstaklega í nýliðnum apríl eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Skýringuna á þeirri þróun mun meðal annars vera að finna í verðlagningunni samkvæmt Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair. „Eins og var tekið fram á kynningarfundi okkar um daginn þá höfum við ekki tekið þátt í verðstríði af fullum þunga til þess eins að halda uppi markaðshlutdeild á viðkomandi mörkuðum.“

Almenn pressa á fargjöld

Hjá WOW air hafa hlutirnir þróast á annan hátt því þar hefur verðið hækkað og sætanýtingin líka. Öfugt við það sem gerst hefur hjá Icelandair en eins og sjá má sjá á tölfunni hér fyrir neðan þá hefur sætanýtingin líka farið versnandi hjá Norwegian og SAS síðustu mánuði. „WOW air hefur séð hækkun á meðalfargjöldum það sem af er þessu ári. Í apríl hækkuðu meðalfargjöld lítillega, en tímasetning á páskum í samanburði við árið í fyrra hefur áhrif á samanburð á milli ára,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, talskona flugfélagsins. Aðspurð um hvernig þetta rími við þá fullyrðingu Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, að fargjöld væru ekki á uppleið þá segir Svanhvít að það sé alveg rétt að almennt hafi verið pressa á lækkun fargjalda. „Hins vegar sáum við á fyrsta ársfjórðungi að flugverð hjá okkur hafa að meðaltali hækkað. En almennt séð teljum við að flugverð muni lækka næstu mánuði,“ útskýrir Svanhvít.

Telja olíuverðið hafa áhrif

Sýn stjórnenda Icelandair á verðþróunin næstu missera er önnur því Guðjón Arngrímsson segir að hjá Icelandair er talið líklegt að hækkandi eldsneytisverð leiði til þess að meðalfargjöld hækki. En í því samhengi má benda á að olíuverð er í dag nærri helmingi hærra en það var fyrir ári síðan en kaup á þotueldsneyti vegur þungt í rekstri flugfélaga.

Þess má geta að Icelandair, SAS og Norwegian eru allt fyrirtæki á hlutabréfamarkaði og verða því að veita gefa út farþegatölur mánaðarlega en það þyrfti WOW air ekki að gera þar sem félagið er ekki skráð á markað. Enn sem komið er hefur flugfélagið ekki birt afkomutölur sínar fyrir síðasta ár en WOW mun hafa velt um 50 milljörðum í fyrra. Það er vísbending um að tekjur á hvern farþega hafi lækkað um fimmtung árið 2017 líkt og Túristi benti nýverið á.

Nýtt efni

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …