Samfélagsmiðlar

Ferðaþjónustulandið Ísland er ennþá sterkt

Það er góð reynsla að hafa setið hinum megin við borðið segir Jóhannes Þór Skúlason nýráðinn framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og fyrrverandi aðstoðarmaður formanns Miðflokksins. Túristi lagði nokkrar spurningar fyrir Jóhannes Þór.

Jóhannes Þór Skúlason tekur nú við sem framkvæmdastjóri SAF.

Er íslensk ferðaþjónusta á uppleið eða niðurleið?
Íslensk ferðaþjónusta er á uppleið þó að framundan séu ýmsar áskoranir í greininni. Á undanförnum árum hefur ferðaþjónustan verið í fordæmalausri sókn og stækkað að umfangi hraðar en ég held nokkur önnur atvinnugrein á Íslandi. Slíkum vexti á stuttum tíma fylgja auðvitað bæði gríðarmikil tækifæri, sem hafa að mörgu leyti verið nýtt vel, og einnig áskoranir, t.d. í innviðauppbyggingu og svo í aðlögun greinarinnar þegar hægir á vextinum eins og nú er að gerast. Rekstrarumhverfið er flókið um þessar mundir og það gerir mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum erfitt fyrir í þessari aðlögun en því má ekki gleyma að á sama tíma gerir reynsla undanfarinna ára ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að bæta þjónustu sína á ýmsan hátt og bjóða ferðamönnum ánægjulega upplifun. Ferðaþjónustulandið Ísland er því ennþá sterkt þó að meira jafnvægi náist í fjölda ferðamanna.

Hvar liggja tækifærin í atvinnugreininni?
Tækifærin í ferðaþjónustunni eru eins og í lífinu sjálfu, alls staðar í kring um okkur. Skynsamleg umgengni við náttúruna og uppbygging innviða um allt land getur viðhaldið aðdráttarafli Íslands fyrir ferðamenn inn í framtíðina og í slíkri uppbyggingu felast tækifæri. Við höfum séð á undanförnum árum að ferðaþjónustan takmarkast bara af hugmyndaauðgi einstaklinganna, þar sem fjöldi fyrirtækja hefur sprottið upp t.d. til að búa til þjónustu og aðgang að náttúruperlum eða afþreyingu sem ekki var til staðar áður. Það er fjöldi slíkra tækifæra ennþá þarna úti sem bíða þess að vera hrint í framkvæmd. Stóra tækifærið sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir er að ná jafnvægi í aðsókn og þjónustu við ferðamenn, þannig að ferðaþjónustan verði til framtíðar sú meginstoð hagkerfisins sem hún er orðin í dag. Það er kannski í senn stærsta áskorunin og stærsta tækifærið sem við stöndum frammi fyrir.

Þú kemur beint úr pólitíkinni í ferðaþjónustuna. Hvernig nýtist sú reynsla þér í nýja starfinu?
Í starfinu felast töluverð samskipti við stjórnvöld og stjórnkerfið og það er gott að koma inn í þau með reynslu úr forsætisráðuneytinu og Alþingi. Í því felst þekking á því hvernig stjórnkerfið virkar, hvernig leggja þarf upp mál, ferli þeirra í gegn um kerfið og hvað er líklegt til árangurs og hvað ekki í samskiptum hagsmunaaðila við stjórnvöld. Það er líka mjög góð reynsla að hafa setið hinu megin við borðið í þeim samskiptum og hafa fengið að reyna á eigin skinni hversu mikilvægt er að þau séu góð og uppbyggileg.

Veldur íslenska krónan búsifjum í ferðaþjónustu?
Ferðaþjónustan er í eðli sínu útflutningsgrein og sveiflukennt efnahagsumhverfi er slíkum greinum alltaf erfitt. Við sjáum t.d. að sterkt gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum að undanförnu hefur gert ferðaþjónustufyrirtækjum mjög erfitt fyrir. Það birtist t.d. í því að þar sem ferðamaðurinn skipuleggur útgjöld sín iðulega í eigin mynt en ekki íslenskum krónum kaupir hann færri gistinætur, leigir bíl í færri daga, ferðast minna um landið, velur ódýrari afþreyingu og svo framvegis. Fjöldi ferðamanna segir þannig ekki alla söguna um afkomu ferðaþjónustufyrirtækja. Það sem skiptir ferðaþjónustufyrirtæki mestu máli, eins og útflutningsgreinar almennt, er að gengi sé stöðugt til að minnka óvissu um framtíðina, og ekki óeðlilega sterkt miðað við aðra gjaldmiðla sem gerið samkeppnisstöðu Íslands óþarflega erfiða, sem er því miður raunin um þessar mundir.

Því ber hins vegar ekki að gleyma að ferðaþjónustan byggðist upp á gríðarlegum hraða á árunum eftir hrun meðal annars vegna þess að gengi krónunnar skapaði til þess mjög alþjóðlega samkeppnishæft umhverfi. Lítill gjaldmiðill getur því verið bæði blessun og bölvun fyrir lítið hagkerfi. Spurningin liggur mögulega fremur í því hvaða leiðir stjórnvöld eru tilbúin að fara til að koma til móts við þrýsting gjaldmiðilsins á útflutningsgreinar þegar aðstæður eru eins og nú.

Nú hafa íslensk flugfélög að boðað flug til Asíu. Eru íslensk ferðaþjónustufyrirtæki undir það búin og er íslensk ferðaþjónusta of háð þeim ákvörðunum sem flugfélögin taka um nýja áfangastaði?
Íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki hafa í gegnum tíðina átt auðvelt með aðlaga sig breyttum aðstæðum. Það þarf þó að taka tillit til ferðamanna sem koma frá svokölluðum fjarmörkuðum þar sem önnur menning og lífstíll er en við þekkum hér á landi. Það er því mikilvægt að fyrirtæki í ferðaþjónustu hugi að þeim þáttum. Þar er hægt að nefna atriði eins og öryggismál og matarmenningu – við þurfum að aðlaga okkur þessum aðstæðum. Það sem skiptir máli í grunninn að fyrirtæki gæti að samkeppnishæfninni og séu í stakk búin að taka á móti ferðamönnum alls staðar af í heimum og hafi öryggi og gæði í fyrirrúmi í hvívetna.

Á undanförnum árum hefur fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands hefur verið í samræmi við aukningu á framboði á flugsætum, ekki bara hjá íslenskum flugfélögum heldur öllum þeim flugfélögum sem fljúga til landsins með erlenda ferðamenn. Ferðaþjónusta hér á landi á því mikið undir þegar kemur að ákvörðunum innlendra jafnt sem erlendra flugfélaga.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …