Samfélagsmiðlar

Ferðaþjónustulandið Ísland er ennþá sterkt

Það er góð reynsla að hafa setið hinum megin við borðið segir Jóhannes Þór Skúlason nýráðinn framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og fyrrverandi aðstoðarmaður formanns Miðflokksins. Túristi lagði nokkrar spurningar fyrir Jóhannes Þór.

Jóhannes Þór Skúlason tekur nú við sem framkvæmdastjóri SAF.

Er íslensk ferðaþjónusta á uppleið eða niðurleið?
Íslensk ferðaþjónusta er á uppleið þó að framundan séu ýmsar áskoranir í greininni. Á undanförnum árum hefur ferðaþjónustan verið í fordæmalausri sókn og stækkað að umfangi hraðar en ég held nokkur önnur atvinnugrein á Íslandi. Slíkum vexti á stuttum tíma fylgja auðvitað bæði gríðarmikil tækifæri, sem hafa að mörgu leyti verið nýtt vel, og einnig áskoranir, t.d. í innviðauppbyggingu og svo í aðlögun greinarinnar þegar hægir á vextinum eins og nú er að gerast. Rekstrarumhverfið er flókið um þessar mundir og það gerir mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum erfitt fyrir í þessari aðlögun en því má ekki gleyma að á sama tíma gerir reynsla undanfarinna ára ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að bæta þjónustu sína á ýmsan hátt og bjóða ferðamönnum ánægjulega upplifun. Ferðaþjónustulandið Ísland er því ennþá sterkt þó að meira jafnvægi náist í fjölda ferðamanna.

Hvar liggja tækifærin í atvinnugreininni?
Tækifærin í ferðaþjónustunni eru eins og í lífinu sjálfu, alls staðar í kring um okkur. Skynsamleg umgengni við náttúruna og uppbygging innviða um allt land getur viðhaldið aðdráttarafli Íslands fyrir ferðamenn inn í framtíðina og í slíkri uppbyggingu felast tækifæri. Við höfum séð á undanförnum árum að ferðaþjónustan takmarkast bara af hugmyndaauðgi einstaklinganna, þar sem fjöldi fyrirtækja hefur sprottið upp t.d. til að búa til þjónustu og aðgang að náttúruperlum eða afþreyingu sem ekki var til staðar áður. Það er fjöldi slíkra tækifæra ennþá þarna úti sem bíða þess að vera hrint í framkvæmd. Stóra tækifærið sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir er að ná jafnvægi í aðsókn og þjónustu við ferðamenn, þannig að ferðaþjónustan verði til framtíðar sú meginstoð hagkerfisins sem hún er orðin í dag. Það er kannski í senn stærsta áskorunin og stærsta tækifærið sem við stöndum frammi fyrir.

Þú kemur beint úr pólitíkinni í ferðaþjónustuna. Hvernig nýtist sú reynsla þér í nýja starfinu?
Í starfinu felast töluverð samskipti við stjórnvöld og stjórnkerfið og það er gott að koma inn í þau með reynslu úr forsætisráðuneytinu og Alþingi. Í því felst þekking á því hvernig stjórnkerfið virkar, hvernig leggja þarf upp mál, ferli þeirra í gegn um kerfið og hvað er líklegt til árangurs og hvað ekki í samskiptum hagsmunaaðila við stjórnvöld. Það er líka mjög góð reynsla að hafa setið hinu megin við borðið í þeim samskiptum og hafa fengið að reyna á eigin skinni hversu mikilvægt er að þau séu góð og uppbyggileg.

Veldur íslenska krónan búsifjum í ferðaþjónustu?
Ferðaþjónustan er í eðli sínu útflutningsgrein og sveiflukennt efnahagsumhverfi er slíkum greinum alltaf erfitt. Við sjáum t.d. að sterkt gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum að undanförnu hefur gert ferðaþjónustufyrirtækjum mjög erfitt fyrir. Það birtist t.d. í því að þar sem ferðamaðurinn skipuleggur útgjöld sín iðulega í eigin mynt en ekki íslenskum krónum kaupir hann færri gistinætur, leigir bíl í færri daga, ferðast minna um landið, velur ódýrari afþreyingu og svo framvegis. Fjöldi ferðamanna segir þannig ekki alla söguna um afkomu ferðaþjónustufyrirtækja. Það sem skiptir ferðaþjónustufyrirtæki mestu máli, eins og útflutningsgreinar almennt, er að gengi sé stöðugt til að minnka óvissu um framtíðina, og ekki óeðlilega sterkt miðað við aðra gjaldmiðla sem gerið samkeppnisstöðu Íslands óþarflega erfiða, sem er því miður raunin um þessar mundir.

Því ber hins vegar ekki að gleyma að ferðaþjónustan byggðist upp á gríðarlegum hraða á árunum eftir hrun meðal annars vegna þess að gengi krónunnar skapaði til þess mjög alþjóðlega samkeppnishæft umhverfi. Lítill gjaldmiðill getur því verið bæði blessun og bölvun fyrir lítið hagkerfi. Spurningin liggur mögulega fremur í því hvaða leiðir stjórnvöld eru tilbúin að fara til að koma til móts við þrýsting gjaldmiðilsins á útflutningsgreinar þegar aðstæður eru eins og nú.

Nú hafa íslensk flugfélög að boðað flug til Asíu. Eru íslensk ferðaþjónustufyrirtæki undir það búin og er íslensk ferðaþjónusta of háð þeim ákvörðunum sem flugfélögin taka um nýja áfangastaði?
Íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki hafa í gegnum tíðina átt auðvelt með aðlaga sig breyttum aðstæðum. Það þarf þó að taka tillit til ferðamanna sem koma frá svokölluðum fjarmörkuðum þar sem önnur menning og lífstíll er en við þekkum hér á landi. Það er því mikilvægt að fyrirtæki í ferðaþjónustu hugi að þeim þáttum. Þar er hægt að nefna atriði eins og öryggismál og matarmenningu – við þurfum að aðlaga okkur þessum aðstæðum. Það sem skiptir máli í grunninn að fyrirtæki gæti að samkeppnishæfninni og séu í stakk búin að taka á móti ferðamönnum alls staðar af í heimum og hafi öryggi og gæði í fyrirrúmi í hvívetna.

Á undanförnum árum hefur fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands hefur verið í samræmi við aukningu á framboði á flugsætum, ekki bara hjá íslenskum flugfélögum heldur öllum þeim flugfélögum sem fljúga til landsins með erlenda ferðamenn. Ferðaþjónusta hér á landi á því mikið undir þegar kemur að ákvörðunum innlendra jafnt sem erlendra flugfélaga.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …