Samfélagsmiðlar

Flugfélögin ekki í sérskoðun hjá stjórnvöldum

Breytingar í íslensku atvinnulífi kalla á áætlanir til að takast á við áföll í rekstri fyrirtækja sem flokka má sem þýðingarmikil fyrir efnahagslífið. Flugfélögin eru í þeim hópi.

icelandair wow

Flugfélögin ásamt skipafélögum og fjarskipta- og veitufyrirtækjum eru viðfangsefni starfshóps stjórnarráðsins.

Samráðshópur nokkurra ráðuneyta hefur undanfarnar vikur skoðað gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Ekki er horft sérstaklega til flugfélaga eða ferðaþjónustu samkvæmt því sem segir í svari samgönguráðuneytisins við fyrirspurn Túrista. En líkt og greint var frá, hér á síðunni í lok síðasta árs, þá var á byrjunarstigi vinna innan stjórnarráðsins við að leggja mat á nauðsyn þess að áætlun lægi fyrir ef íslensku millilandaflugfélögin myndi lenda í rekstrarerfiðleikum.

Nú er ekki aðeins horft til flugfélaganna í þessari vinnu stjórnvalda en í skýrslu Landsbankans sem kom út í haust var beint á að Ísland er efnahagslega háðara ferðaþjónustu en flest önnur lönd. „Verulegar truflanir á starfsemi flugfélaganna eða brottfall annars, hvað þá beggja flugfélaganna af markaðnum, myndi augljóslega hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Áhrifin yrðu einnig veruleg fyrir íslenskt efnahagskerfi í heild og almenning. Slíkt áfall hefði keðjuverkandi áhrif, m.a. á gengi krónunnar, eignaverð, vexti og verðbólgu,” segir jafnframt í greiningu bankans. Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, sagði nýverið að það yrði mikið högg ef rekstur annars af stóru flugfélögunum myndi stöðvast.

Í fyrrnefndu svari samgönguráðuneytis kemur fram að hinn nýmyndaði starfshópur ráðuneytanna eigi að skoða viðbúnað vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á íslensku atvinnulífi og gjaldeyrissköpun, meðal annars í tengslum við samgöngur, ferðaþjónustu og nýsköpun. „Til dæmis eru fjarskipta- og veitufyrirtæki, flugfélög og skipafélög svo þýðingarmikil í íslensku efnahagslífi að tímabundin röskun á þjónustu þeirra hefur mikil áhrif á notendur og rekstur annarra aðila með efnahagslegu tjóni fyrir samfélagið allt. Það þarf því að greina ítarlega og undirbúa viðbragðsáætlun ef áföll komi upp í rekstri fyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda með skömmum fyrirvara,“ segir í svarinu.

Nýtt efni

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …