Helstu loftbrýr heims

Á þessum 20 flugleiðum eru ferðirnar tíðastar og flestar eru þær í Asíu.

Mynd: Aman Bhargava/Unsplash

Sá sem vill fljúga á milli Singapúr og Kuala Lumpur hefur úr að velja 84 ferðum á dag og á engri annarri flugleið í heiminum er traffíkin eins mikil. Og á listanum yfir þær 20 leiðir sem eru með tíðustu samgöngurnar þá eru bara örfáar í okkar heimshluta enda þarf mjög fjölmenn svæði til að standa undir svona mikilli umferð. Þess ber þó að geta að tölurnar í töflunni eiga við ferðir í báðar áttir.

Til samanburðar má þess geta að frá Íslandi er oftast flogið til London en umferðin þangað dreifist á fimm ólíka flugvelli. Kaupmannahafnarflugvöllur er hins vegar sú flughöfn sem býður upp á tíðustu Íslandsferðirnar og eru ferðirnar þangað allt að 6 á dag yfir sumarmánuðina eða 12 í heildina.