Samfélagsmiðlar

Íslensku flugfélögin komast ekki til Kína og Japan

Fyrir Icelandair og WOW air er leiðin til Austurlanda fjær lokuð þar sem Rússar hafa ennþá ekki vilja veita íslenskum flugrekendum leyfi til að fljúga yfir landið. Það kann að skýra afhverju forsvarsmenn íslensku flugfélaganna horfa nú til Indlands.

Ennþá er bið á því að áætlunarflug til Peking hefjist frá Keflavíkurflugvelli.

Í byrjun desember hefst áætlunarflug WOW air til Nýju-Delí líkt og kynnt var í blaðamannafundi félagsins í indversku borginni í morgun. Þetta verður í fyrsta skipti sem íslenskt flugfélag býður upp á áætlunarferðir til Asíu ef frá er talið flug félagsins til Tel Aviv í Ísrael. Icelandair stefnir einnig á að hefja flug til Indlands næsta haust en áfram er leiðin héðan til Kína, Japan og S-Kóreu lokuð. Ástæðan er sú að rússnesk stjórnvöld hafa ekki ennþá gefið heimild fyrir flugi íslenskra flugfélaga yfir þetta víðfeðmasta land heims. En leiðin frá Keflavíkurflugvelli til fjölförnustu flughafnanna í Kína, Japan eða S-Kóreu liggur yfir Rússland.

Viðræður milli íslenskra og rússneskra stjórnvalda um samning um yfirflug fóru fram í sumarbyrjun í fyrra og aftur síðastliðið haust en samkvæmt svari frá utanríkisráðuneytinu þá liggur niðurstaða af þeim viðræðum enn ekki fyrir. Samkvæmt heimildum Túrista er líklegt að viðskiptabannið, sem er við lýði gagnvart Rússum, hafi dregið mjög úr áhuga Rússa á að gera samkomulag við Íslendinga. Það mun líka vera alþekkt í fluggeiranum að Rússar gera ekki samninga við flugfélög um yfirflug nema þau setji einnig áætlunarferðir til Rússlands á dagskrá. Jafnvel er gerð krafa um að Rússlandsfluginu hafi verið haldið úti um nokkurt skeið áður en grænt ljós er gefið á almennar ferðir í rússneskri loftsögu.

Það kostar líka sitt fyrir flugrekendur að fljúga yfir Rússland og getur gjaldið numið 7 til 10 þúsund krónum á hvern farþega, hvora leið. Það þýðir að rússnesk flugmálayfirvöld fengju hátt í 20 þúsund krónur af fargjaldinu sem rukkað væri fyrir beint flug frá Íslandi til Kína og aftur tilbaka. Reyndar mun ástandið í Kína einnig vera óvenjulegt því þar er erlendum flugfélögum stundum aðeins veittur aðgangur að flughöfnum landsins á ákveðnum dagspörtum. Og þar sem flugumferðin hefur verið að aukast verulega hefur þetta orðið til þess að seinkanir í Kínaflugi evrópskra flugfélaga eru oft töluverðar.

Eins og staðan er í dag er því Indland skásti kosturinn í Asíu fyrir íslensku flugfélögin og þangað horfa þau nú en WOW er vissulega komið skrefinu lengra enda byrjað að selja flugmiða til Nýju Delí.

Nýtt efni

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …