Seldu níu af hverju tíu sætum

Þær voru þéttsetnar þotur WOW air í apríl og flutti félagið fleiri farþega en Icelandair.

wow gma Friðrik Örn Hjaltested
Mynd: WOW air

Í apríl nýttu um 20 þúsund fleiri farþegar sér áætlunarferðir WOW air en til samanburðar fækkaði farþegum Icelandair um 5 þúsund. Sætanýtingin í þotum WOW air var líka mun hærri eða 91% á móti 77%.

„Aldrei fyrr höfum við verið með betri sætanýtingu né flutt fleiri farþega í apríl en nú í ár. Bókunarstaðan inn á vor og sumar er góð en það er mjög ánægjulegt að sjá okkur takast að fylla vélarnar okkar allt árið um kring,“ segir Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air, í tilkynningu.

Það sem af er ári þá hefur WOW air flutt um 895 þúsund farþega en í kauphallartilkynningu sem Icelandair gaf út í gær kom fram að fyrstu fjóra mánuði ársins voru flugu 928 þúsund farþegar með Icelandair.