Vægi Icelandair og WOW dregst aðeins saman

Í flugferðum talið standa íslensku flugfélögin tvö undir meginþorra allrar umferðar um Keflavíkurflugvöll. Sneið þeirra erlendu stækkar þó jafnt og þétt.

kef icelandair wow
Myndir: Isavia, Icelandair og WOW air

Að jafnaði voru farnar 64 áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli í apríl og af öllum fjöldanum voru Icelandair og WOW air með 73,5% ferðanna. Afgangurinn skiptist á milli 13 mismunandi flugfélaga og í þeim hópi er hið breska easyJet umsvifamest sem fyrr. Erlendur flugfélögin, auk Air Iceland Connect, stóðu því undir 26,5% áætlunarferðanna sem er meira vægi en áður í apríl eins og sjá má á súluritinu.