Vinningshafinn í ferðaleik Iberia Express

Einn heppinn lesandi Túrista er á leið til Madrídar.

Mynd: Iberia Express

Í sumarbyrjun hefur hefst á ný áætlunarflug spænska flugfélagsins Iberia Express milli Íslands og Madrídar og í tilefni af því efndi flugfélagið til ferðaleiks á síðum Túrista. Í boði voru flugmiðar fyrir tvo en til að eiga kost á vinningi þurfti að svara einni spurningu rétt. En spurt var hvaða þrjá daga vikunnar Iberia Express flygi frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Spánar. Rétta svarið er aðfaranótt miðvikudags, föstudags og sunnudags og voru langflestir með það rétt. Samtals bárust á þriðja þúsund svör.
Dregið var úr þeim réttu og það var nafn Sigríðar Helgu Sverrisdóttur sem kom upp úr pottinum.Túristi óskar Sigríði Helgu góðrar ferðar til Madrídar og þakkar öllum þeim sem tóku þátt.

Þess má að núna stendur yfir ferðaleikur í samstarfi við United Airlines og í vinning er flugmiði til New York.

Ef þú ert í leit innblæstri fyrir sumarfríið þá er hér listi yfir alla þá áfangastaði sem flogið verður til frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Hægt er sía listann eftir löndum og borgum og þannig sjá hvaða flugfélög fljúga hvert.