Vinningshafinn í ferðaleik United Airlines

Einn heppinn lesandi Túrista er á leið til New York.

Mynd: United Airlines

Í sumarbyrjun fer bandaríska flugfélagið United Airlines í jómfrúarferð sína héðan til Newark flugvallar, skammt frá New York borg. Af því tilefni efndi bandaríska flugfélagið til ferðaleiks á síðum Túrista og í vinning voru flugmiðar fyrir tvo.

Samtals bárust á þriðja þúsund svör og það var nafn Björgvins Gíslasonar sem kom upp úr pottinum. Túristi óskar honum góðrar ferðar til New York og þakkar öllum þeim sem tóku þátt.

Þess geta að núna stendur yfir ferðaleikur í samstarfi við Icelandair og í vinning er flugmiði til Dusseldorf í Þýskalandi.

Ef þú ert í leit innblæstri fyrir sumarfríið þá er hér listi yfir alla þá áfangastaði sem flogið verður til frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Hægt er sía listann eftir löndum og borgum og þannig sjá hvaða flugfélög fljúga hvert.