Cincinnati komin á kortið

Áfangastaðir WOW air í Bandaríkjunum eru orðnir ellefu talsins.

Miðborg Cincinnati. Mynd: WOW air

Nú er hægt að fljúga beint frá Keflavíkurflugvelli til bandarísku borgarinnar Cincinnati en þangað fór WOW air jómfrúarferð sína í gær. Þar með eru áfangastaðir félagsins ellefu talsins í Bandaríkjunum en tveir bætast við fyrir næstu mánaðarmót.

Þotur WOW munu fljúga fjórar ferðir í viku til Cincinnati en flugferðin tekur um 7 tíma. Þó ferðalagið frá flugvellinum og inn í miðborgina sé stutt á þá er Cincinnati ekki í sama fylki og flughöfnin sjálf. Áin Ohio rennur nefnilega eftir borgarmörkunum og hún markar skilin á milli Ohio fylkis og Kentucky. Flugvöllurinn er því í síðarnefnda fylkinu en Cincinnati í því fyrrnefnda.

Í heildina verður flogið til 22 bandarískra borga í sumar. Hverjar þær eru og hvaða flugfélög fljúga hvert má sjá á kortinu hér.