WOW var fyrst til Dallas

Í sumar munu þrjú flugfélög stunda áætlunarflug milli Íslands og Dallas í Bandaríkjunum. Fyrsta ferðin var í gær.

Frá Dallas. Mynd: WOW air

Þó íslensku flugfélögin komi víða við vestanhafs þá hafa þau aldrei boðið upp á áætlunarferðir til Texas fylkis í Bandaríkjunum. Á því varð breyting í gær þegar WOW air fór sína fyrstu ferð til Dallas borgar. Flugið tók átta og hálfa klukkustund og lenti vel WOW air klukkan níu að kveldi að staðartíma.

„Við bjóðum WOW air velkomið til Dallas Fort Worth. Reykjavík er vinsæll áfangastaður auk þess sem koma WOW air opnar nýjar leiðir fyrir íbúa Texas sem vilja ferðast og sjá heiminn,“ segir John Ackerman, framkvæmdastjóri þróunarsviðs DFW flugvallar, í tilkynningu.

WOW air mun þó ekki sitja eitt að markaðnum í Dallas því á næstu dögum fer Icelandair jómfrúarferð sína til borgarinnar á miðvikudaginn í næstu viku og þann 7. júní hefst fyrsta Íslandsflug American Airlines frá Dallas Fort-Worth flugvelli.