10 bestu baðstrendur Bandaríkjanna

Ef ferðinni er heitið til Bandaríkjanna þá er gæti þessi nýi listi Dr. Beach komið að góðum notum.

Mynd: Matthew Kane/Unsplash

Stephen Leatherman, betur þekktur sem Dr. Beach, er á heimavelli þegar kemur að bandarískum baðströndum og árlega birtir hann lista yfir þær bestu. Þessi samantekt fær alla jafna mikla athygli vestanhafs því dómar doktorsins hitta vanalega í mark. Leatherman birti nýverið lista sinn fyrir sumarið og nokkrar af baðströndunum á honum eru ekki svo langt frá þeim flugvöllum sem flogið er til frá Íslandi. Engin þeirra er þó eins nálægt og Caladesi eyjan við Clearwater á Flórída en frá flugvellinum í Tampa, sem Icelandair flýgur til, er aðeins hálftíma akstur að Clearwater.

Bestu strendurnar árið 2018

1. Kapalua Bay Beach, Maui, Hawaii

2. Ocracoke Lifeguarded Beach, Norður-Karólínu

3. Grayton Beach State Park í Flórída

4. Coopers Beach, Southampton, New York

5. Coast Guard Beach, Cape Cod, Massachusetts

6. Lighthouse Beach, Buxton, Outerbanks of Norður-Karólínu

7. Caladesi Island State Park Dunedin/Clearwater, Flórída

8. Hapuna Beach State Park, Big Island, Hawaii

9. Coronado Beach, San Diego, Kaliforníu

10. Beachwalker Park Kiawah Island, Suður-Karólínu