Samfélagsmiðlar

60 þúsund færri sumarferðamenn

Þeir útlendingar sem sækja Ísland heim yfir sumarið dvelja hér lengur en aðrir og koma víðar við. Ferðamálastjóri segir ljóst að ferðaþjónustan verði að búa sig undir einhvern samdrátt í sumar.

Ferðamenn við Námaskarð.

Yfir sumarmánuðina þrjá í fyrra flugu 778 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu en þeir verða 60 þúsund færri ef ný spá Isavia gengur eftir. Hlutfallslega nemur fækkunin um 8 prósentum en þegar allt þetta verður gert upp þá gerir spá Isavia ráð fyrir fjölgun ferðamanna um 2,6 prósent. Það er miklu minni viðbót en árin á undan en í takt við það sem þekkist í löndunum í kringum okkur.

Hinn mikli samdráttur yfir sumarið gæti haft neikvæðari áhrif út á landi en á höfuðborgarsvæðinu því yfir háannatímann fara ferðamenn víða um landið og dvelja í lengri tíma. Þannig tók hefðbundin Íslandsferð að jafnaði í 4 daga síðastliðið sumar á meðan ferðamenn stoppuðu hér að meðaltali í 3,2 daga á öðrum árstímum samkvæmt útreikningum sem byggja á gistitölum Hagstofunnar og talningum Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli. Gangi spá Isavia eftir þá gæti gistinóttum útlendinga hér á landi fækkað um 242 þúsund í sumar miðað við dvalartímann síðastliðið sumar. Til samanburðar þá voru keyptar gistinætur á Vestfjörðum, allt árið í fyrra, samtals 161 þúsund og 313 þúsund á Austurlandi.

Mikilvægt að huga að kostnaði

Að mati Skarphéðins Berg Steinarssonar, ferðamálastjóra, er áætlun Isavia nokkuð ábyggileg enda byggir hún á raunverulegu sætaframboði í flugi. „Það er ljóst að ferðaþjónustan þarf að búa sig undir einhvern samdrátt í sumar. Þennan samdrátt verður einnig að skoða í því ljósi að verðskrár fyrirtækja eru jafnan hæstar á sumrin og þannig mikilvægasta tími ársins. Við þessar kringumstæður er mikilvægt að fyrirtækin hugi að kostnaði og hagræðingu í rekstri,“ segir Skarphéðinn og telur tækifæri í að auka notkun tæknilausna til að bæta framleiðni.

Ekki heppilegasta leiðin til að jafna árstíðarsveiflur

„Þessi breytti veruleiki er gríðarleg áskorun fyrir ferðaþjónustuna en um leið gætu verið tækifæri fólgin í þessari þróun til að hugsa meira til framtíðar því íslensk ferðaþjónusta á vafalítið bjarta framtíð. Það er erfitt að undirbúa þá framtíð á meðan atvinnugreinin er í veldisvexti. Þó að það sé samdráttur má líka ekki gleyma að það þyrfti algjöra kollsteypu og meira en helmings fækkun til að ferðaþjónustan væri álíka umsvifamikil og árið 2014, þegar mörgum þurfti nóg um. Hvað varða heildarumsvifin og fjölda ferðamanna erum við því orðin ansi góðu vön,“ segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.

Konráð segir að það kæmi ekki á óvart ef útflutningstekjur af ferðaþjónustu hér á landi dragist lítillega saman í ár þar sem miðað er við að fækkunin í komum ferðafólks verði mest á þeim tíma sem dvalartími þeirra er lengstur. „Þetta er þá kannski ennþá meiri áskorun en lítur út fyrir í fyrstu. Þó að jöfnun árstíðarsveiflunnar sé í sjálfu sé jákvæð er þetta ekki heppilegasta leiðin að því, sérstaklega ef markmiðið er líka að tryggja jafnari dreifingu ferðamanna um landið. Þeir ferðamenn sem koma að sumri til, t.d. frá meginlandi Evrópu, eru einmitt þeir sem dvelja hvað lengst annars staðar en á suðvestur horninu.“

Þess ber að geta að frávikin í talningu Ferðamálastofu eru hærri yfir sumarmánuðina miðað við þær kannanir sem Isavia hefur nú gert þrívegis til að meta fjölda sjálftengifarþega og útlendinga sem eru búsettir á Íslandi. Hvorugar hópinn er hægt að skilgreina sem ferðamenn.

 

 

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …