Samfélagsmiðlar

60 þúsund færri sumarferðamenn

Þeir útlendingar sem sækja Ísland heim yfir sumarið dvelja hér lengur en aðrir og koma víðar við. Ferðamálastjóri segir ljóst að ferðaþjónustan verði að búa sig undir einhvern samdrátt í sumar.

Ferðamenn við Námaskarð.

Yfir sumarmánuðina þrjá í fyrra flugu 778 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu en þeir verða 60 þúsund færri ef ný spá Isavia gengur eftir. Hlutfallslega nemur fækkunin um 8 prósentum en þegar allt þetta verður gert upp þá gerir spá Isavia ráð fyrir fjölgun ferðamanna um 2,6 prósent. Það er miklu minni viðbót en árin á undan en í takt við það sem þekkist í löndunum í kringum okkur.

Hinn mikli samdráttur yfir sumarið gæti haft neikvæðari áhrif út á landi en á höfuðborgarsvæðinu því yfir háannatímann fara ferðamenn víða um landið og dvelja í lengri tíma. Þannig tók hefðbundin Íslandsferð að jafnaði í 4 daga síðastliðið sumar á meðan ferðamenn stoppuðu hér að meðaltali í 3,2 daga á öðrum árstímum samkvæmt útreikningum sem byggja á gistitölum Hagstofunnar og talningum Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli. Gangi spá Isavia eftir þá gæti gistinóttum útlendinga hér á landi fækkað um 242 þúsund í sumar miðað við dvalartímann síðastliðið sumar. Til samanburðar þá voru keyptar gistinætur á Vestfjörðum, allt árið í fyrra, samtals 161 þúsund og 313 þúsund á Austurlandi.

Mikilvægt að huga að kostnaði

Að mati Skarphéðins Berg Steinarssonar, ferðamálastjóra, er áætlun Isavia nokkuð ábyggileg enda byggir hún á raunverulegu sætaframboði í flugi. „Það er ljóst að ferðaþjónustan þarf að búa sig undir einhvern samdrátt í sumar. Þennan samdrátt verður einnig að skoða í því ljósi að verðskrár fyrirtækja eru jafnan hæstar á sumrin og þannig mikilvægasta tími ársins. Við þessar kringumstæður er mikilvægt að fyrirtækin hugi að kostnaði og hagræðingu í rekstri,“ segir Skarphéðinn og telur tækifæri í að auka notkun tæknilausna til að bæta framleiðni.

Ekki heppilegasta leiðin til að jafna árstíðarsveiflur

„Þessi breytti veruleiki er gríðarleg áskorun fyrir ferðaþjónustuna en um leið gætu verið tækifæri fólgin í þessari þróun til að hugsa meira til framtíðar því íslensk ferðaþjónusta á vafalítið bjarta framtíð. Það er erfitt að undirbúa þá framtíð á meðan atvinnugreinin er í veldisvexti. Þó að það sé samdráttur má líka ekki gleyma að það þyrfti algjöra kollsteypu og meira en helmings fækkun til að ferðaþjónustan væri álíka umsvifamikil og árið 2014, þegar mörgum þurfti nóg um. Hvað varða heildarumsvifin og fjölda ferðamanna erum við því orðin ansi góðu vön,“ segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.

Konráð segir að það kæmi ekki á óvart ef útflutningstekjur af ferðaþjónustu hér á landi dragist lítillega saman í ár þar sem miðað er við að fækkunin í komum ferðafólks verði mest á þeim tíma sem dvalartími þeirra er lengstur. „Þetta er þá kannski ennþá meiri áskorun en lítur út fyrir í fyrstu. Þó að jöfnun árstíðarsveiflunnar sé í sjálfu sé jákvæð er þetta ekki heppilegasta leiðin að því, sérstaklega ef markmiðið er líka að tryggja jafnari dreifingu ferðamanna um landið. Þeir ferðamenn sem koma að sumri til, t.d. frá meginlandi Evrópu, eru einmitt þeir sem dvelja hvað lengst annars staðar en á suðvestur horninu.“

Þess ber að geta að frávikin í talningu Ferðamálastofu eru hærri yfir sumarmánuðina miðað við þær kannanir sem Isavia hefur nú gert þrívegis til að meta fjölda sjálftengifarþega og útlendinga sem eru búsettir á Íslandi. Hvorugar hópinn er hægt að skilgreina sem ferðamenn.

 

 

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …