Áfangastaðir ársins í Evrópu að mati Lonely Planet

Enginn norrænn staður kemst á topplista ferðaritsins margfræga í ár.

Ítalska borgin Bologna tilheyrir Emilia-Romagna héraðinu sem situr í efsta sæti lista Lonely Planet. Mynd: Thaddaeus Lim / Unsplash

Í ferðapressunni er vinsælt að stilla upp listum yfir hitt og þetta og hér er listi Lonely Planet yfir þá 10 svæði sem eru mest spennandi fyrir ferðamenn sem ætla um Evrópu í ár. Eins og sjá má þá eiga Norðurlöndin engan fulltrúa í úttektinni.

Áfangastaðir ársins í Evrópu:

  1. Emilia-Romagna á miðjum Ítalíuskaganum
  2. Cantabria, nyrst á Spáni
  3. Freisland í norðvesturhluta Hollands
  4. Kosóvo
  5. Provence í suðurhluta Frakklands
  6. Skoska borgin Dundee
  7. Litlu hringeyjarnar í gríska eyjahafinu (Sjá Grikkland að hætti Egils)
  8. Vilníus, höfuðborg Litháen
  9. Vipava dalurinn í Slóveníu
  10. Tírana höfuðstaður Albaníu