Bandaríkjamenn bættu flestum hótelnóttum við en samdrátturinn mestur hjá Þjóðverjum

Bandarískir ferðamenn keyptu rúmlega 90 þúsund hótelnætur á íslenskum hótelum í maí. Þeir eru líka langfjölmennasti hópurinn á íslenskum hótelum.

Konsulat Reykjavik Hotel er eitt þeirra nýju hótela sem opnað hafa í ár. Mynd: Icelandair hótelin

Gistinætur útlendinga voru í heildina 695 þúsund í maí síðastliðnum og þar af áætlar Hagstofan að um 120 þúsund hafi verið í heimagistingu á vegum Airbnb og sambærilegra fyrirtækja. Aðeins er hægt að greina hótelgistinguna eftir þjóðernum og samkvæmt þeirri úttekt voru það Bandaríkjamenn sem juku kaup sín á hótelgistingu mest eða um 6 þúsund nætur í maí. Í öðru sæti koma Kínverjar með nærri þrjú þúsund viðbótarnætur en í næstu sætum koma Svisslendingar, Indverjar og Pólverjar eins og sjá má listanum hér fyrir neðan.

Hótelnóttum Þjóðverja fækkaði hins vegar mest eða um rúmlega fjögur þúsund.  Um 86% gistinátta á hótelum voru skráðar á erlenda ferðamenn. Á listanum yfir þær þjóðir sem keyptu mest af hótelgistingu hér á landi í maí eru Bandaríkjamenn efstir enda eru þeir fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi á þessum árstíma.