Samfélagsmiðlar

BBQ borg Bandaríkjanna

Að elda kjöt yfir viðarkolum er þjóðarsport í Kansas borg og hér eru nokkrir af þeim stöðum sem einn þekktasti matgæðingur borgarinnar mælir með fyrir svanga Íslendinga.

„Burnt-end" borgari að hætti Q39 í Kansas borg.

Með fullri virðingu fyrir Eiffel turninum þá lokkar hann þig ekki til Parísar nema einu sinni. Hinar heimsóknirnar til borgar ljósanna skrifast miklu frekar á bistróin en hinn tignarlega járnturn. Það er nefnilega margsannað að góður matur ýtir undir ferðaáhugann og til Kansas borgar kemur fólk gagngert til að gera grillkjötinu góð skil.

„Kansas City er höfuðborg Barbecue menningarinnar og hér eru fleiri en 100 fyrirtæki sem helga sig þessari tegund eldamennsku. Það er því engin tilviljun að árlega eru skrifaðar hundruðir blaðagreina um grillstemninguna í borginni og það tryggir auðvitað að orðsporið fer víða,“ segir Derek Klaus hjá ferðamálaráði Kansas borgar þegar Túristi tók hann tali í bongóblíðu í borginni núverið. Klaus dregur ekki dul yfir að grillmeistarar borgarinnar eru eitt helsta aðdráttaraflið og Jill Silva, einn þekktasti matarskríbent svæðisins, tekur í sama streng. „Fólk kemur hingað og borðar jafnvel á sex mismunandi barbecue stöðum yfir eina helgi.”

Ekki of mikla sósu

Í íslenskum kjörbúðum er að finna BBQ sósur sem eru merktar Kansas borg en þrátt fyrir hina alþjóðlegu útbreiðslu þá leggur Silva áherslu á að grillkjötsins sé best notið án sósu. „Smakkaðu fyrst og svo geturðu sett smá út á ef þú vilt,” segir hún og bendir á að grillaða kjötið í Kansas sé oftar en ekki hægeldað yfir viðarspæni sem gefi svo mikið bragð að óþarfi sé að bæta nokkurri sósu út á. Hér á landi eru þessu eiginlega þveröfugt farið því kjötkælar matvörubúðanna eru stútfullir af grillkjöti sem hefur legið í marineringu í plastpokum svo dögum skiptir.

Látlaus kúltúr

Þrátt fyrir allt góðgætið þá hafa grillstaðirnir í Kansas ekki ennþá fengið viðurkenningu í matarbiblíu Michelin og að mati Silva skrifast það einfaldlega á þá staðreynd að grillmeistarar Ameríku taka matseldina ekki jafn hátíðlega og kollegar þeirra á meginlandi Evrópu. Önnur skýring gæti verið sú að tenging Kansas borgar við útlönd hefur verið lítil því flugsamgöngurnar þaðan hafa takmarkast við innanlandsflug. Á því varð breyting nú í sumarbyrjun þegar Icelandair hóf að fljúga til borgarinnar, fyrst evrópskra flugfélaga.

Með þeirri samgöngubót þá vonast forsvarsmenn ferðamála í Kansas borg að erlendum ferðamönnum fjölgi og þar með á grillstöðum borgarinnar líka því heimsókn á einn slíkan er skyldustopp. Þeir Íslendingar sem ætla að leggja leið sína Kansas borgar ættu að leita uppi þessa fimm staði sem Jill Silva mælir sérstaklega með.

Jones Bar-B-Q (6706 Kaw Dr.)

Barbecue staður af gamla skólanum sem er í eigu systranna Deborah and Mary Jones. Sú fyrrnefnda er eini kvenkyns grillmeistarinn í Kansas sem rekur sinn eigin veitingastað. Nýjasta viðbótin við Jones Bar-B-Q  er aðeins utan alfaraleiðar á gömlum taco stað í iðnaðarhverfi í borginni. Grillið er utandyra og það eru engin sæti inni. Því sækja flestir matinn og fara með heim. Silva segist hafa mætt með eigin garðstól eða borðað við bílinn sinn til að geta stoppað lengur og spjallað við systurnar sem hún segir endurspegla hin lágstemmdu rætur og sálina sem grillmenningin byggir á.

Pullman BBQ (100 S. Main St., Parkville)

Þessi nýi barbecue veitingastaður er í gömlum „pullman“ lestarvagni sem stendur við lestarteina sem eru ennþá í notkun. Það minnir á þá tíð þegar Kansas borg var miðpunkturinn í samgöngum í landinum og um leið suðurpunkturinn í grillbeltinu svokallaða (Barbecue Belt). Hér leita menn fanga víða; fjölbreyttir bitar, krydd og viðartegundir og þetta skilar sér í einstökum stíl.

Arthur Bryant’s Barbeque (Silva mælir með þessum á 1727 Brooklyn Ave.)

Ef þú hefur einhvern tíma heyrt af grillstað í Kansas þá eru allar líkur á að það hafi verið Arthur Bryant’s Barbeque. Sögu staðarins má rekja til Henry Perry, upphafsmanns grillmenningar borgarinnar, en þegar hann kom til Kansas, í upphafi síðustu aldar, þá hóf hann að sölu á grillmat. Einn af lærisveinum hans var Charlie Bryant sem síðar kenndi Arthur bróður sínum hvernig ætti að bera sig að við grillið. Sá síðarnefndi náði feikigóðum tökum á faginu opnaði sinni eigin veitingastað sem varð umtalaður um öll Bandaríkin eftir að frægur blaðamaður sagði Arthur Bryant’s Barbeque vera besta veitingastað landsins. Hér mælir Jill með að fólk panti sér rif og nautasamloku. Sósuna má nýta til að dýfa frönskunum í.

Fiorella’s Jack Stack Barbecue (helst þessi við Freight House):

Þessi 60 ára gamli fjölskylduveitingastaður byrjaði smátt en núna eru staðirnir nokkrir á víð og dreif um Kansas borg. Innréttingarnar eru þó mismunandi á hverjum stað og segir Jill staðina vera eins fína og barbecue staðir verða. Hér er sérstaklega mælt með að gestirnir fá sé Denver lambarifin, Flintstone nautarif og laukhringi með.

Q39:

Kokkurinn Rob Magee er einskonar holdgervingur nýbylgjunnar í grillsenunni í Kansas borg. Magee er menntaður matreiðslumaður frá virtum veitingaskóla og rekur í dag tvo staði undir heitinu Q39. Þetta eru stórir staðir þar sem boðið er upp ógrynni af alls kyns reyktu og grilluðu kjöti og meðlæti. Í stað þess að hægelda líkt og tíðkast á flestum grillstöðum þá notar Magee sérstaka ofna sem gera honum kleift að elda við mikinn hita í stuttan tíma. Túristi getur hiklaust mælt með „burnt-end“ borgar hússins, hrásalatinu, laukhringjunum og svo mætti áfram telja.

Icelandair flýgur til Kansas fram á haustið.
Túristi heimsótti borgina á vegum ferðamálaráðs Kansas City.

 

 

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …