Samfélagsmiðlar

BBQ borg Bandaríkjanna

Að elda kjöt yfir viðarkolum er þjóðarsport í Kansas borg og hér eru nokkrir af þeim stöðum sem einn þekktasti matgæðingur borgarinnar mælir með fyrir svanga Íslendinga.

„Burnt-end" borgari að hætti Q39 í Kansas borg.

Með fullri virðingu fyrir Eiffel turninum þá lokkar hann þig ekki til Parísar nema einu sinni. Hinar heimsóknirnar til borgar ljósanna skrifast miklu frekar á bistróin en hinn tignarlega járnturn. Það er nefnilega margsannað að góður matur ýtir undir ferðaáhugann og til Kansas borgar kemur fólk gagngert til að gera grillkjötinu góð skil.

„Kansas City er höfuðborg Barbecue menningarinnar og hér eru fleiri en 100 fyrirtæki sem helga sig þessari tegund eldamennsku. Það er því engin tilviljun að árlega eru skrifaðar hundruðir blaðagreina um grillstemninguna í borginni og það tryggir auðvitað að orðsporið fer víða,“ segir Derek Klaus hjá ferðamálaráði Kansas borgar þegar Túristi tók hann tali í bongóblíðu í borginni núverið. Klaus dregur ekki dul yfir að grillmeistarar borgarinnar eru eitt helsta aðdráttaraflið og Jill Silva, einn þekktasti matarskríbent svæðisins, tekur í sama streng. „Fólk kemur hingað og borðar jafnvel á sex mismunandi barbecue stöðum yfir eina helgi.”

Ekki of mikla sósu

Í íslenskum kjörbúðum er að finna BBQ sósur sem eru merktar Kansas borg en þrátt fyrir hina alþjóðlegu útbreiðslu þá leggur Silva áherslu á að grillkjötsins sé best notið án sósu. „Smakkaðu fyrst og svo geturðu sett smá út á ef þú vilt,” segir hún og bendir á að grillaða kjötið í Kansas sé oftar en ekki hægeldað yfir viðarspæni sem gefi svo mikið bragð að óþarfi sé að bæta nokkurri sósu út á. Hér á landi eru þessu eiginlega þveröfugt farið því kjötkælar matvörubúðanna eru stútfullir af grillkjöti sem hefur legið í marineringu í plastpokum svo dögum skiptir.

Látlaus kúltúr

Þrátt fyrir allt góðgætið þá hafa grillstaðirnir í Kansas ekki ennþá fengið viðurkenningu í matarbiblíu Michelin og að mati Silva skrifast það einfaldlega á þá staðreynd að grillmeistarar Ameríku taka matseldina ekki jafn hátíðlega og kollegar þeirra á meginlandi Evrópu. Önnur skýring gæti verið sú að tenging Kansas borgar við útlönd hefur verið lítil því flugsamgöngurnar þaðan hafa takmarkast við innanlandsflug. Á því varð breyting nú í sumarbyrjun þegar Icelandair hóf að fljúga til borgarinnar, fyrst evrópskra flugfélaga.

Með þeirri samgöngubót þá vonast forsvarsmenn ferðamála í Kansas borg að erlendum ferðamönnum fjölgi og þar með á grillstöðum borgarinnar líka því heimsókn á einn slíkan er skyldustopp. Þeir Íslendingar sem ætla að leggja leið sína Kansas borgar ættu að leita uppi þessa fimm staði sem Jill Silva mælir sérstaklega með.

Jones Bar-B-Q (6706 Kaw Dr.)

Barbecue staður af gamla skólanum sem er í eigu systranna Deborah and Mary Jones. Sú fyrrnefnda er eini kvenkyns grillmeistarinn í Kansas sem rekur sinn eigin veitingastað. Nýjasta viðbótin við Jones Bar-B-Q  er aðeins utan alfaraleiðar á gömlum taco stað í iðnaðarhverfi í borginni. Grillið er utandyra og það eru engin sæti inni. Því sækja flestir matinn og fara með heim. Silva segist hafa mætt með eigin garðstól eða borðað við bílinn sinn til að geta stoppað lengur og spjallað við systurnar sem hún segir endurspegla hin lágstemmdu rætur og sálina sem grillmenningin byggir á.

Pullman BBQ (100 S. Main St., Parkville)

Þessi nýi barbecue veitingastaður er í gömlum „pullman“ lestarvagni sem stendur við lestarteina sem eru ennþá í notkun. Það minnir á þá tíð þegar Kansas borg var miðpunkturinn í samgöngum í landinum og um leið suðurpunkturinn í grillbeltinu svokallaða (Barbecue Belt). Hér leita menn fanga víða; fjölbreyttir bitar, krydd og viðartegundir og þetta skilar sér í einstökum stíl.

Arthur Bryant’s Barbeque (Silva mælir með þessum á 1727 Brooklyn Ave.)

Ef þú hefur einhvern tíma heyrt af grillstað í Kansas þá eru allar líkur á að það hafi verið Arthur Bryant’s Barbeque. Sögu staðarins má rekja til Henry Perry, upphafsmanns grillmenningar borgarinnar, en þegar hann kom til Kansas, í upphafi síðustu aldar, þá hóf hann að sölu á grillmat. Einn af lærisveinum hans var Charlie Bryant sem síðar kenndi Arthur bróður sínum hvernig ætti að bera sig að við grillið. Sá síðarnefndi náði feikigóðum tökum á faginu opnaði sinni eigin veitingastað sem varð umtalaður um öll Bandaríkin eftir að frægur blaðamaður sagði Arthur Bryant’s Barbeque vera besta veitingastað landsins. Hér mælir Jill með að fólk panti sér rif og nautasamloku. Sósuna má nýta til að dýfa frönskunum í.

Fiorella’s Jack Stack Barbecue (helst þessi við Freight House):

Þessi 60 ára gamli fjölskylduveitingastaður byrjaði smátt en núna eru staðirnir nokkrir á víð og dreif um Kansas borg. Innréttingarnar eru þó mismunandi á hverjum stað og segir Jill staðina vera eins fína og barbecue staðir verða. Hér er sérstaklega mælt með að gestirnir fá sé Denver lambarifin, Flintstone nautarif og laukhringi með.

Q39:

Kokkurinn Rob Magee er einskonar holdgervingur nýbylgjunnar í grillsenunni í Kansas borg. Magee er menntaður matreiðslumaður frá virtum veitingaskóla og rekur í dag tvo staði undir heitinu Q39. Þetta eru stórir staðir þar sem boðið er upp ógrynni af alls kyns reyktu og grilluðu kjöti og meðlæti. Í stað þess að hægelda líkt og tíðkast á flestum grillstöðum þá notar Magee sérstaka ofna sem gera honum kleift að elda við mikinn hita í stuttan tíma. Túristi getur hiklaust mælt með „burnt-end“ borgar hússins, hrásalatinu, laukhringjunum og svo mætti áfram telja.

Icelandair flýgur til Kansas fram á haustið.
Túristi heimsótti borgina á vegum ferðamálaráðs Kansas City.

 

 

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …