Bestu borgirnar til að synda í

Það getur verið freistandi að hoppa út jafnvel þó maður sé staddur í stórborg. Hér borgirnar sem eru með bestu vötnin fyrir þess háttar.

Á góðum degi við Frauenbadi í Zurich. Mynd: Zuerich.com

Á fallegum sumardögum í Zurich þá kæla íbúarnir sig niður í ám og vötnum enda hafa borgarbúar passað vel upp á hreinleika vatnsins sem setur svo sterkan svip á þessa fjölmennustu borg Sviss. Íbúar Kaupmannahafnar eru kannski ekki alveg eins sólgnir í vatnið en borgaryfirvöld þar hafa hins vegar lagt mikla áherslu á alls kyns sjávarlaugar og sandstrendur í borginni síðastliðinn áratug og samkvæmt úttekt CNN þá státar engin stórborgir af öðru eins. Kaupmannahöfn toppar því lista CNN og þar á eftir kemur Zurich en á listanum eru 7 aðrar borgir sem flogið er til frá Íslandi eins og sjá má.

Bestu baðborgirnar

  1. Kaupmannahöfn –  Icelandair, WOW air og SAS.
  2. Zurich – Icelandair flýgur til borgarinnar allt árið
  3. London – British Airways, easyJet, Icelandair, Norwegian, Wizz Air, WOW
  4. Hong Kong
  5. Vancouver – Icelandair
  6. Sydney
  7. Lissabon
  8. París – Icelandair, WOW og Transavia (yfir sumarið)
  9. New York – Delta, Icelandair, United Airlines, WOW air
  10. Berlín – Icelandair og WOW air
  11. Stokkhólmur – Icelandair, WOW air og Norwegian.
  12. Ríó