Fleiri flugferðir og ferðafólki fjölgar

Nú geta Bandaríkjamenn flogið hingað beint frá fleiri borgum en áður og fjöldi þeirra hefur nýtt sér samgöngubæturnar nú í maí.

Ferðafólki fjölgaði hér á landi í maí. Mynd: Alex Lopez / Unsplash

Síðustu vikur hafa samtals sex bandarískar borgir bæst við leiðakerfi Icelandair og WOW air og eins fór bandaríska flugfélagið United Airlines í jómfrúarferð sína hingað fyrir stuttu síðan. Allar þessar viðbætur kunna að vera ein helsta skýringin á því að bandarískum ferðamönnum hér á landi í maí fjölgaði um um nærri 8 þúsund.

Hlutfallslega nemur aukningin um 18 prósentum en Bandaríkjamenn eru fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi. Í heildina fjölgaði ferðafólki um 13 prósent samkvæmt talningu Ferðamálastofu eða um rúmlega 19 þúsund einstaklinga. Það er minni viðbót en í maímánuði síðustu 3 ár en nokkru meiri aukning en árin þar á undan eins og sjá má á súluritinu.

Sem fyrr verður að hafa í huga að inn í tölunum eru útlendingar búsettir hér á landi og svo kallaðar í sjálftengifarþegar, þ.e. farþegar sem millilenda á Keflavíkurflugvelli á leið sinni yfir hafið en skipta um flugfélag í Leifsstöð. Hlutfall þessara hópa er á bilinu 7 til 14% eftir árstímum.