Flugvélamaturinn er sjaldnast ókeypis

Sum flugfélög rukka ekki aukalega fyrir mat og drykk, önnur fyrir fast fæði en ekki fljótandi og hjá öðrum þarf að borga fyrir allt. Hér sérðu hvað réttirnir kosta á matseðlum flugfélaganna.

Lufthansa er eitt þeirra flugfélaga sem flýgur til og frá Íslandi þar sem hressingin er innifalin í miðaverðinu. Mynd: Lufthansa

Þegar þotan tekur á loft frá Keflavíkurflugvelli þá eru alla vega þrír klukkutímar liðnir frá því að meginþorri íslensku farþeganna fór að heiman. Þeir sem fengu sér ekki matarbita í Leifsstöð fyrir brottför eru því vafalítið orðnir soldið svangir þegar áhöfnin birtist með matinn. Það er líka nokkurra klukkutíma ferðalaga framundan og það eru því sennilega margir sem fá sér hressingu. Það er hins vegar allur gangur á því hvort farþegarnir þurfa að borga fyrir veitingarnar eða ekki. Hjá sumum flugfélögum er hressingin ennþá hluti af miðaverðinu en meirihlutinn rukkar fyrir einhvern hluta af þeim eða jafnvel allt eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

[qsm quiz=8]