Samfélagsmiðlar

Hnappur fyrir ábyrga ferðamenn

Ferðamenn geta nú heitið strax við komuna til Íslands að ferðast um landið með ábyrgum hætti.

Bandarískur ferðamaður að taka heitið með því að ýta á hnappinn.

Í sumar mun Íslandsstofa ásamt samstarfsaðilum halda áfram með herferðina The Icelandic Pledge sem hvetur ferðamenn til að vinna þess heit að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Hnappur hefur verið settur upp á Keflavíkurflugvelli í samstarfi við Isavia og varð ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, í dag fyrst til þess að ýta á hnappinn og heita því að vera ábyrgur ferðamaður samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Íslandsstofu.

„Með þessu er verið að reyna að hafa jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna og upplifun þeirra á för sinni um Ísland þar sem oft og tíðum hafa þeir ekki þekkingu á aðstæðum. Þetta samstarf aðila er afar jákvætt og hefur gefist vel og því ánægjulegt að sjá að því sé haldið áfram,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar.

The Icelandic Pledge nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun; að bera virðingu fyrir náttúrunni, að skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland. Verkefnið er unnið undir merki Inspired by Iceland en fólki býðst bæði að ýta á hnappinn við komuna til landsins.

Í ár eru fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu Ábyrg ferðaþjónusta með Festu og Íslenska ferðaklasanum sérstaklega hvött til þess að vekja athygli á heitinu með því að deila því á samfélagsmiðlum og vefmiðlum. Ásamt því mun Íslandsstofa dreifa The Icelandic Pledge borðspjöldum til fyrirtækja sem hafa áhuga á að hafa þau sýnileg fyrir gesti og viðskiptavini. Landsbjörg mun einnig dreifa yfir 3000 borðspjöldum með heitum beint til ferðamanna víða um land á SafeTravel deginum seinna í sumar.

Nú þegar hafa yfir 32.000 manns strengt heitið og koma þau frá yfir hundrað löndum. Ísland var fyrsta landið til þess að bjóða gestum sínum að heita þess að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta framtak hefur vakið athygli erlendis bæði hjá fjölmiðlum sem og öðrum áfangastöðum með tilliti til sjálfbærni. Ekki hefur heyrst af sambærilegu átaki fyrir heimamenn.

Íslandsstofa heldur utan um framkvæmd verkefnisins sem er unnið í samstarfi stjórnvalda og fyrirtækja. Helstu aðilar eru Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök iðnaðarins, sem eru fulltrúar fjölmargra fyrirtækja ásamt Icelandair, Bláa lóninu og Landsvirkjun.

Nýtt efni

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …