Jafn margir segja alltaf já eða nei við veitingum í flugi

Í flestum tilfellum þarf að borga fyrir hressingu í flugi til og frá Íslandi. Farþegahóparnir sem segjast alltaf kaupa sér eitthvað og þeir sem aldrei gera það eru jafn stórir samkvæmt fyrstu niðurstöðum í lesendakönnun Túrista.

Mynd: Lufthansa

Verðið á veitingunum hjá flugfélögunum sem fljúga til og frá Íslandi í sumar er mjög mismunandi líkt og könnun Túrista leiddi í ljós. Hjá sumum flugfélögum þarf að borga fyrir allt á meðan drykkir og jafnvel máltíð er innifalin í verðinu hjá öðrum. Flugfélögin sem halda í þá hefð eru hins vegar orðin fá og því má fullyrða að þeir sem fljúga héðan næstu mánuði þurfi í flestum tilfellum að borga eitthvað fyrir að fá sér matarbita eða drykk.

Túristi spurði nýverið lesendur sína hvort þeir keypt sér alltaf, aldrei, stundum eða oftast veitingar um borð og nú þegar nærri sjö hundrað svör hafa fengist þá eru niðurstöðurnar þær að 14% segjast aldrei kaupa sér neitt og þeir eru nánast jafn margir sem alltaf splæsa á sig veitingum. Flestir segjast hins vegar stundum fá sér eins og sjá má hér fyrir neðan. En hvað gerir þú? Taktu þátt í könnuninni.

[qsm quiz=8]