Samfélagsmiðlar

Markmiðið að hækka tekjur af hverjum gesti

Forstjóri Bláa lónsins segist ekki gera ráð fyrir gestum fjölgi mikið frá því í fyrra en aukið vöruframboð á að leiða til hærri tekna.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.

Um átta af hverjum tíu erlendu ferðamönnum sem hingað koma greiða fyrir heimsókn í sund, náttúrulaug eða spa. Engin önnur afþreying nýtur álíka vinsælda hjá ferðafólkinu samkvæmt niðurstöðum landamærakönnunar Ferðamálastofu sem kynnt var í byrjun þessa mánaðar. Gera má ráð fyrir að þetta háa hlutfall skrifist að töluverðu leyti á Bláa lónið sem lengi hefur verið einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Í fyrra tóku starfsmenn lónsins á móti 1,3 milljónum gesta en til samanburðar flugu um 2,2 milljónir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli á síðasta ári.

Aðgangur í Bláa lónið sjálft stendur undir um sextíu prósent af tekjum fyrirtækisins og hefur það hlutfall verið nokkuð jafnt síðustu ár samkvæmt ársskýrslum fyrirtækisins. Í fyrra námu tekjurnar af þessum lið um 7,5 milljörðum sem er viðbót rúman 1,5 milljarð frá árinu á undan. Hlutfallslega nam aukningin 27 prósentum, í krónum talið, sem er álíka viðbót og varð í fjölda erlendra ferðamanna. Þessar tvær stærðir fylgjast þó ekki alltaf en báðar eiga það þó sameiginlegt að hafa hækkað umtalsvert síðustu ár.

Tækifæri í breiðara vöruframboði

Það sem af er þessu ári hefur fjöldi ferðamanna hins vegar staðið í stað og spár gera ráð fyrir litlum vexti í ár. Aðspurður hvort þessi þróun verði til þess að tekjur Bláa lónsins standi í stað í ár þá segir Grímur Sæmundsen, forstjóri, að hjá fyrirtækinu hafi verið markvisst unnið að því að hækka tekjur af hverjum gesti frekar en að fjölga þeim. „Við erum því í sjálfu sér ekki að gera ráð fyrir auknum fjölda gesta heldur munum við þróa vöruframboð t.a.m. með því að tvinna saman ólíka þjónustuþætti, vörur og upplifun gesta. Hér er ég að vísa til upplifunarsvæða okkar, veitingasstaða, hótela og húðvara. Þá höfum við nýverið stofnað fyrirtæki sem býður uppá áætlunarferðir í Bláa Lónið sem fer vel af stað. Vöruframboð okkar hefur þannig breikkað nokkuð á síðustu mánuðum og í því felast fjölmörg tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar,“ segir Grímur.

Styrkja beint samband við viðskiptavini

Aukin umsvif erlendra bókunarfyrirtækja innan ferðaþjónustunnar hafa verið þónokkuð til umræðu síðustu misseri. Ekki aðeins vegna hinnar háu söluþóknunar sem þau krefjast heldur einnig áhrifanna sem þau geta haft á ferðahegðun fólks. Á þessu hefur Grímur meðal annars vakið máls á og hvatt forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja til sóknar í hinum stafræna heimi sem hefur eflst umtalsvert síðustu ár. En hafa aðgerðir Bláa lónsins sjálfs, til að draga úr þóknunum til endursöluaðila, skilað árangri? „Áhrifin af þessum breytingum eiga eftir að koma betur í ljós þegar líða tekur á árið en fyrstu tölur benda til þess að við séum að ná markmiðum okkar með þessum aðgerðum. Við erum að vinna markvisst að því að þróa stafrænar dreifileiðir Bláa Lónsins og styrkja þannig beint samband okkar og viðskiptavinanna, en við erum þegar í beinu sambandi við flesta okkar gesti þar sem þeir bóka miða í Bláa Lónið með góðum fyrirvara. Í þessu felast tækifæri og vöruframboð okkar mun klárlega taka mið af því á næstu misserum,” segir Grímur.

Bláa lónið skilaði 3,7 milljarða króna hagnaði á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu fyrirtækisins sem birt var fyrir helgi. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að síðasta ár hafi verið ár uppbyggingar og breytinga. Er þar vísað til umbóta á baðsvæði lónsins, stækkunar skrifstofuhúsnæðis og mötuneytis starfsmanna og eins var lokahnykkurinn settur á byggingaframkvæmdir á nýju hóteli og upplifunarsvæði; The Retreat at Blue Lagoon Iceland.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …