Samfélagsmiðlar

Markmiðið að hækka tekjur af hverjum gesti

Forstjóri Bláa lónsins segist ekki gera ráð fyrir gestum fjölgi mikið frá því í fyrra en aukið vöruframboð á að leiða til hærri tekna.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.

Um átta af hverjum tíu erlendu ferðamönnum sem hingað koma greiða fyrir heimsókn í sund, náttúrulaug eða spa. Engin önnur afþreying nýtur álíka vinsælda hjá ferðafólkinu samkvæmt niðurstöðum landamærakönnunar Ferðamálastofu sem kynnt var í byrjun þessa mánaðar. Gera má ráð fyrir að þetta háa hlutfall skrifist að töluverðu leyti á Bláa lónið sem lengi hefur verið einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Í fyrra tóku starfsmenn lónsins á móti 1,3 milljónum gesta en til samanburðar flugu um 2,2 milljónir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli á síðasta ári.

Aðgangur í Bláa lónið sjálft stendur undir um sextíu prósent af tekjum fyrirtækisins og hefur það hlutfall verið nokkuð jafnt síðustu ár samkvæmt ársskýrslum fyrirtækisins. Í fyrra námu tekjurnar af þessum lið um 7,5 milljörðum sem er viðbót rúman 1,5 milljarð frá árinu á undan. Hlutfallslega nam aukningin 27 prósentum, í krónum talið, sem er álíka viðbót og varð í fjölda erlendra ferðamanna. Þessar tvær stærðir fylgjast þó ekki alltaf en báðar eiga það þó sameiginlegt að hafa hækkað umtalsvert síðustu ár.

Tækifæri í breiðara vöruframboði

Það sem af er þessu ári hefur fjöldi ferðamanna hins vegar staðið í stað og spár gera ráð fyrir litlum vexti í ár. Aðspurður hvort þessi þróun verði til þess að tekjur Bláa lónsins standi í stað í ár þá segir Grímur Sæmundsen, forstjóri, að hjá fyrirtækinu hafi verið markvisst unnið að því að hækka tekjur af hverjum gesti frekar en að fjölga þeim. „Við erum því í sjálfu sér ekki að gera ráð fyrir auknum fjölda gesta heldur munum við þróa vöruframboð t.a.m. með því að tvinna saman ólíka þjónustuþætti, vörur og upplifun gesta. Hér er ég að vísa til upplifunarsvæða okkar, veitingasstaða, hótela og húðvara. Þá höfum við nýverið stofnað fyrirtæki sem býður uppá áætlunarferðir í Bláa Lónið sem fer vel af stað. Vöruframboð okkar hefur þannig breikkað nokkuð á síðustu mánuðum og í því felast fjölmörg tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar,“ segir Grímur.

Styrkja beint samband við viðskiptavini

Aukin umsvif erlendra bókunarfyrirtækja innan ferðaþjónustunnar hafa verið þónokkuð til umræðu síðustu misseri. Ekki aðeins vegna hinnar háu söluþóknunar sem þau krefjast heldur einnig áhrifanna sem þau geta haft á ferðahegðun fólks. Á þessu hefur Grímur meðal annars vakið máls á og hvatt forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja til sóknar í hinum stafræna heimi sem hefur eflst umtalsvert síðustu ár. En hafa aðgerðir Bláa lónsins sjálfs, til að draga úr þóknunum til endursöluaðila, skilað árangri? „Áhrifin af þessum breytingum eiga eftir að koma betur í ljós þegar líða tekur á árið en fyrstu tölur benda til þess að við séum að ná markmiðum okkar með þessum aðgerðum. Við erum að vinna markvisst að því að þróa stafrænar dreifileiðir Bláa Lónsins og styrkja þannig beint samband okkar og viðskiptavinanna, en við erum þegar í beinu sambandi við flesta okkar gesti þar sem þeir bóka miða í Bláa Lónið með góðum fyrirvara. Í þessu felast tækifæri og vöruframboð okkar mun klárlega taka mið af því á næstu misserum,” segir Grímur.

Bláa lónið skilaði 3,7 milljarða króna hagnaði á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu fyrirtækisins sem birt var fyrir helgi. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að síðasta ár hafi verið ár uppbyggingar og breytinga. Er þar vísað til umbóta á baðsvæði lónsins, stækkunar skrifstofuhúsnæðis og mötuneytis starfsmanna og eins var lokahnykkurinn settur á byggingaframkvæmdir á nýju hóteli og upplifunarsvæði; The Retreat at Blue Lagoon Iceland.

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …