Nú er Icelandair líka komið til Dallas

Þotur Icelandair og WOW air sjást nú við flugstöðina í Fort Worth skammt frá Dallas.

Benni og Svenni úr Tólfunni að leiðbeina farþegum í „húh“ fræðunum í Dallas. Mynd: Icelandair

Fyrsta flug Icelandair frá Dallas í Texas lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Tveir liðsmenn Tólfunnar, Svenni og Benni, létu til sín taka við brottför flugsins á Dallasflugvelli í gærkvöldi og kenndu farþegum og starfsfólki hið heimsfræga „húh“ íslenskra fótboltaaðdáenda við mikinn fögnuð að því segir í tilkynningu frá Icelandair.

Þotur félagsins munu fljúga fjórum sínnum í viku til Dallas en WOW air, sem hóf flug til borgarinnar í síðustu viku, býður upp á þrjár vikurlegar brottfarir. Í næstu viku hefur svo American Airlines Íslandsflug frá Dallas og þar með geta farþegar á Keflavíkurflugvelli valið á milli 14 ferða í viku til borgarinnar.

Dallas er kjarninn í einu stærsta þéttbýlissvæði Bandaríkjanna, með um 7,5 milljónir íbúa. Borgin er í norðurhluta Texas og er nú ört vaxandi hátækniborg með öflugu viðskiptalífi og menningarstarfi. Þá er borgin stór samgöngumiðstöð fyrir suðurhluta Bandaríkjanna og Suður-Ameríku.