Samfélagsmiðlar

Rússar tregir til að semja um flugheimildir

Án leyfis frá rússneskum stjórnvöldum mega flugfélög ekki fljúga yfir Síberíu á leið sinni milli Austurlanda fjær og Evrópu. Rússar hafa slegið viðræðum við Norðmenn á frest og það er ekkert að frétta af fundum íslenskra stjórnvalda við Kreml.

icelandair wow

Það er ekki gefið að Rússar myndu leyfa báðum íslensku flugfélögunum að fljúga yfir Síberíu.

Stysta flugleiðin milli norðurhluta Evrópu og Kína, Japan og S-Kóreu liggur yfir Síberíu og því þurfa flugfélög að fá leyfi frá rússneksum stjórnvöldum fyrir flugi yfir landsvæðið. Síðustu misseri hafa norskir ráðamenn reynt að ná samningum við yfirvöld í Kreml um yfirflugsheimild fyrir lágfargjaldaflugfélagið Norwegian en án árangurs. Nú hafa Rússar á ný frestað viðræðunum samkvæmt frétt norsku fréttasíðunnar E24 og verður þráðurinn ekki tekinn upp fyrr en í fyrsta lagi í nóvember.

„Það vantar ekki viljan að okkar hálfu en þeir stjórna sínu loftrými. Við gerum það sem við getum til að vekja áhuga Rússa á að heimila aukna flugumferð yfir Síberíu en það eru þeir sem taka lokaákvörðunina,“ segir Ketil Solvik-Olsen, samgönguráðherra Noregs, í samtali við E24.

Erfitt að segja til um framhaldið

Íslensk stjórnvöld og fulltrúar íslenskra flugfélaga hafa einnig átt í viðræðum við Rússa um heimild til yfirflugs en þær viðræður hafa ennþá engu skilað. Í svari við fyrirspurn Túrista, um gang mála, segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að ekkert nýtt sé að frétta varðandi þetta mál. „Íslensk stjórnvöld hafa átt í viðræðum við rússnesk stjórnvöld vegna heimildar til yfirflugs fyrir íslensk flugfélög en niðurstaða af þeim viðræðum liggur enn ekki fyrir. Á þessari stundu er erfitt að segja til um framhald funda en ráðuneytið heldur áfram að fylgja málinu eftir,“ segir Sveinn.

Gætu valið á milli Icelandair og WOW

Eitt af því sem mun hafa dregið úr vilja Rússa til að semja við norsk stjórnvöld og Norwegian er sú staðreynd að skandinavíska flugfélagið SAS er með heimild fyrir því að fljúga yfir Síberíu. Sú heimild er mun vera merkt Skandinavíulöndunum þremur og samkvæmt frétt E24 þá vilja Rússar aðeins veita einu flugfélagi frá hverju landi leyfi til yfirflugs. Það mun þó ekki vera algild regla en ef Rússar hafa hana í heiðri þegar kemur að því að semja við Íslendinga þá myndi það þýða að aðeins WOW air eða Icelandair fá leyfi. Forsvarsmenn beggja flugfélaga hafa hins vegar gefið það út að þeir horfi til áætlunarferða til Austurlanda fjær. Þess má geta að kínversk, japönsk og kóresk flugfélög geta flogið hingað og fleira en eitt frá hverju landi.

Verða fyrsta að hefja flug til Rússlands

Hvorugt íslensku flugfélaganna flýgur í dag til Rússlands en áætlunarferðir þangað munu vera forsenda fyrir því að þarlend stjórnvöld gefi heimild fyrir yfirflugi. Slíkt leyfi kostar líka sitt því samkvæmt heimildum Túrista getur gjaldið numið 7 til 10 þúsund krónum á hvern farþega, hvora leið. Það þýðir að rússnesk flugmálayfirvöld fengju hátt í 20 þúsund krónur af fargjaldinu sem rukkað væri fyrir beint flug frá Íslandi til Kína og aftur tilbaka.

Byrja á Indlandi

Viðskiptabannið sem nú er í lýði gagnvart Rússum kann líka að hafa dregið úr áhuga þeirra á að semja við vestræn ríki um aukna umferð í rússneskri loftsögu líkt og áður hefur komið fram. Þetta áhugaleysi Rússa á að semja við íslensk flugfélög kann að vera einn helsta ástæða þess að íslensku flugfélögin horfa nú til Indlands. WOW air fer í jómfrúarferð sín til Nýju-Delí í desember og Icelandair stefnir þangað næsta haust.

Nýtt efni

„Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá Play,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, í tilkynningu um síðustu mánaðamót. Nú liggur fyrir að Birgir mun kveðja samstarfsfólk sitt um næstu mánaðamót, nokkrum dögum fyrir þriggja ára starfsafmæli sitt hjá Play. Frá þessu …

Nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar um verndun sjávar hóf vikulanga fundalotu í London í morgun þar sem m.a. verður rætt um aðgerðir til að draga úr losun CO2 frá kaupskipaflota heimsins. Vinnuhópur hefur fjallað um þau mál síðustu daga. IMO er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn …

Í tilkynningu sem ráðuneyti sem fer með ríkiskaup Póllands sendi um helgina kemur fram að LOT standi nú frammi fyrir þeirri ákvörðun að halda sig við flugvélar brasilíska framleiðandans Embraer fyrir skemmri flugleiðir eða velja frekar vélar frá Airbus í Frakklandi. Leitað verður til beggja framleiðenda og þeir beðnir um tilboð í smíði 84 flugvéla …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …

„Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga. Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá …

Hvað varð um Graham Potter? spyrja margir fótboltaunnendur nú þegar liðið er næstum eitt ár síðan þessi listhneigði fótboltaþjálfari stjórnaði fótboltaliði frá hliðarlínunni. Chelsea var síðasti áfangastaður Potters en þaðan var hann rekinn þann 2. apríl árið 2023 eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Potter mætti til Chelsea fullur af bjartsýni eftir glæsislegan þjálfaraferil í …

Skýrslan Policy tools for sustainable and healthy eating - Enabling a food transition in the Nordic countries er unnin í kjölfar útgáfu Norrænna næringarráðleggina (Nordic Nutrition Recommendations) árið 2023 sem var afrakstur fimm ára vinnu hundruða sérfræðinga um ráðlagðar matarvenjur og næringu fólks á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Sú útgáfa hlaut mikla athygli enda í …

Bílaleigan Hertz stóð tæpt í lok heimsfaraldursins og þá tók forstjórinn Stephen Scherr þá djörfu ákvörðun að panta 100 þúsund bíla frá Tesla. Með þessu átti Hertz verða leiðandi í útleigu á rafbílum og vöktu viðskiptin mikla athygli. Ekki leið á löngu þar til Tesla hafði lækkað verðið á nýjum bílum umtalsvert og um leið …