Samfélagsmiðlar

Rússar tregir til að semja um flugheimildir

Án leyfis frá rússneskum stjórnvöldum mega flugfélög ekki fljúga yfir Síberíu á leið sinni milli Austurlanda fjær og Evrópu. Rússar hafa slegið viðræðum við Norðmenn á frest og það er ekkert að frétta af fundum íslenskra stjórnvalda við Kreml.

icelandair wow

Það er ekki gefið að Rússar myndu leyfa báðum íslensku flugfélögunum að fljúga yfir Síberíu.

Stysta flugleiðin milli norðurhluta Evrópu og Kína, Japan og S-Kóreu liggur yfir Síberíu og því þurfa flugfélög að fá leyfi frá rússneksum stjórnvöldum fyrir flugi yfir landsvæðið. Síðustu misseri hafa norskir ráðamenn reynt að ná samningum við yfirvöld í Kreml um yfirflugsheimild fyrir lágfargjaldaflugfélagið Norwegian en án árangurs. Nú hafa Rússar á ný frestað viðræðunum samkvæmt frétt norsku fréttasíðunnar E24 og verður þráðurinn ekki tekinn upp fyrr en í fyrsta lagi í nóvember.

„Það vantar ekki viljan að okkar hálfu en þeir stjórna sínu loftrými. Við gerum það sem við getum til að vekja áhuga Rússa á að heimila aukna flugumferð yfir Síberíu en það eru þeir sem taka lokaákvörðunina,“ segir Ketil Solvik-Olsen, samgönguráðherra Noregs, í samtali við E24.

Erfitt að segja til um framhaldið

Íslensk stjórnvöld og fulltrúar íslenskra flugfélaga hafa einnig átt í viðræðum við Rússa um heimild til yfirflugs en þær viðræður hafa ennþá engu skilað. Í svari við fyrirspurn Túrista, um gang mála, segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að ekkert nýtt sé að frétta varðandi þetta mál. „Íslensk stjórnvöld hafa átt í viðræðum við rússnesk stjórnvöld vegna heimildar til yfirflugs fyrir íslensk flugfélög en niðurstaða af þeim viðræðum liggur enn ekki fyrir. Á þessari stundu er erfitt að segja til um framhald funda en ráðuneytið heldur áfram að fylgja málinu eftir,“ segir Sveinn.

Gætu valið á milli Icelandair og WOW

Eitt af því sem mun hafa dregið úr vilja Rússa til að semja við norsk stjórnvöld og Norwegian er sú staðreynd að skandinavíska flugfélagið SAS er með heimild fyrir því að fljúga yfir Síberíu. Sú heimild er mun vera merkt Skandinavíulöndunum þremur og samkvæmt frétt E24 þá vilja Rússar aðeins veita einu flugfélagi frá hverju landi leyfi til yfirflugs. Það mun þó ekki vera algild regla en ef Rússar hafa hana í heiðri þegar kemur að því að semja við Íslendinga þá myndi það þýða að aðeins WOW air eða Icelandair fá leyfi. Forsvarsmenn beggja flugfélaga hafa hins vegar gefið það út að þeir horfi til áætlunarferða til Austurlanda fjær. Þess má geta að kínversk, japönsk og kóresk flugfélög geta flogið hingað og fleira en eitt frá hverju landi.

Verða fyrsta að hefja flug til Rússlands

Hvorugt íslensku flugfélaganna flýgur í dag til Rússlands en áætlunarferðir þangað munu vera forsenda fyrir því að þarlend stjórnvöld gefi heimild fyrir yfirflugi. Slíkt leyfi kostar líka sitt því samkvæmt heimildum Túrista getur gjaldið numið 7 til 10 þúsund krónum á hvern farþega, hvora leið. Það þýðir að rússnesk flugmálayfirvöld fengju hátt í 20 þúsund krónur af fargjaldinu sem rukkað væri fyrir beint flug frá Íslandi til Kína og aftur tilbaka.

Byrja á Indlandi

Viðskiptabannið sem nú er í lýði gagnvart Rússum kann líka að hafa dregið úr áhuga þeirra á að semja við vestræn ríki um aukna umferð í rússneskri loftsögu líkt og áður hefur komið fram. Þetta áhugaleysi Rússa á að semja við íslensk flugfélög kann að vera einn helsta ástæða þess að íslensku flugfélögin horfa nú til Indlands. WOW air fer í jómfrúarferð sín til Nýju-Delí í desember og Icelandair stefnir þangað næsta haust.

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …