Samfélagsmiðlar

Rússar tregir til að semja um flugheimildir

Án leyfis frá rússneskum stjórnvöldum mega flugfélög ekki fljúga yfir Síberíu á leið sinni milli Austurlanda fjær og Evrópu. Rússar hafa slegið viðræðum við Norðmenn á frest og það er ekkert að frétta af fundum íslenskra stjórnvalda við Kreml.

icelandair wow

Það er ekki gefið að Rússar myndu leyfa báðum íslensku flugfélögunum að fljúga yfir Síberíu.

Stysta flugleiðin milli norðurhluta Evrópu og Kína, Japan og S-Kóreu liggur yfir Síberíu og því þurfa flugfélög að fá leyfi frá rússneksum stjórnvöldum fyrir flugi yfir landsvæðið. Síðustu misseri hafa norskir ráðamenn reynt að ná samningum við yfirvöld í Kreml um yfirflugsheimild fyrir lágfargjaldaflugfélagið Norwegian en án árangurs. Nú hafa Rússar á ný frestað viðræðunum samkvæmt frétt norsku fréttasíðunnar E24 og verður þráðurinn ekki tekinn upp fyrr en í fyrsta lagi í nóvember.

„Það vantar ekki viljan að okkar hálfu en þeir stjórna sínu loftrými. Við gerum það sem við getum til að vekja áhuga Rússa á að heimila aukna flugumferð yfir Síberíu en það eru þeir sem taka lokaákvörðunina,“ segir Ketil Solvik-Olsen, samgönguráðherra Noregs, í samtali við E24.

Erfitt að segja til um framhaldið

Íslensk stjórnvöld og fulltrúar íslenskra flugfélaga hafa einnig átt í viðræðum við Rússa um heimild til yfirflugs en þær viðræður hafa ennþá engu skilað. Í svari við fyrirspurn Túrista, um gang mála, segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að ekkert nýtt sé að frétta varðandi þetta mál. „Íslensk stjórnvöld hafa átt í viðræðum við rússnesk stjórnvöld vegna heimildar til yfirflugs fyrir íslensk flugfélög en niðurstaða af þeim viðræðum liggur enn ekki fyrir. Á þessari stundu er erfitt að segja til um framhald funda en ráðuneytið heldur áfram að fylgja málinu eftir,“ segir Sveinn.

Gætu valið á milli Icelandair og WOW

Eitt af því sem mun hafa dregið úr vilja Rússa til að semja við norsk stjórnvöld og Norwegian er sú staðreynd að skandinavíska flugfélagið SAS er með heimild fyrir því að fljúga yfir Síberíu. Sú heimild er mun vera merkt Skandinavíulöndunum þremur og samkvæmt frétt E24 þá vilja Rússar aðeins veita einu flugfélagi frá hverju landi leyfi til yfirflugs. Það mun þó ekki vera algild regla en ef Rússar hafa hana í heiðri þegar kemur að því að semja við Íslendinga þá myndi það þýða að aðeins WOW air eða Icelandair fá leyfi. Forsvarsmenn beggja flugfélaga hafa hins vegar gefið það út að þeir horfi til áætlunarferða til Austurlanda fjær. Þess má geta að kínversk, japönsk og kóresk flugfélög geta flogið hingað og fleira en eitt frá hverju landi.

Verða fyrsta að hefja flug til Rússlands

Hvorugt íslensku flugfélaganna flýgur í dag til Rússlands en áætlunarferðir þangað munu vera forsenda fyrir því að þarlend stjórnvöld gefi heimild fyrir yfirflugi. Slíkt leyfi kostar líka sitt því samkvæmt heimildum Túrista getur gjaldið numið 7 til 10 þúsund krónum á hvern farþega, hvora leið. Það þýðir að rússnesk flugmálayfirvöld fengju hátt í 20 þúsund krónur af fargjaldinu sem rukkað væri fyrir beint flug frá Íslandi til Kína og aftur tilbaka.

Byrja á Indlandi

Viðskiptabannið sem nú er í lýði gagnvart Rússum kann líka að hafa dregið úr áhuga þeirra á að semja við vestræn ríki um aukna umferð í rússneskri loftsögu líkt og áður hefur komið fram. Þetta áhugaleysi Rússa á að semja við íslensk flugfélög kann að vera einn helsta ástæða þess að íslensku flugfélögin horfa nú til Indlands. WOW air fer í jómfrúarferð sín til Nýju-Delí í desember og Icelandair stefnir þangað næsta haust.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …