Vinningshafinn í ferðaleik Icelandair

Einn heppinn lesandi Túrista er á leið til Dusseldorf.

Mynd: Ferðamálaráð Dusseldorf

Í haust fer Icelandair í jómfrúarferð sína héðan til þýsku borgarinnar Dusseldorf og af því tilefni efndi flugfélagið til ferðaleiks á síðum Túrista og í vinning voru flugmiðar fyrir tvo til borgarinnar.

Til að eiga möguleika á vinningi þurfti að svara nokkrum spurningum og það var nafn Guðnýjar Margrétar Ólafsdóttur sem kom upp úr pottinum. Túristi óskar henni góðrar ferðar til Dusseldorf með Icelandair og þakkar öllum þeim sem tóku þátt.