Bestu Evrópulöndin fyrir grænmetisætur

Ferðafólk sem ekki borðar kjöt er líklegast til að finna góðan mat í Sviss en úrvalið er minnst í Portúgal.

hiltl zurich
Hiltl við Bahnhofstrasse í Zurich hefur sérhæft sig í grænmetisfærði allar götur síðan árið 1898. Mynd: Hiltl

Þeir sem ekki borða kjöt eru ekki lengur jaðarhópur en úrvalið af grænmetisfæði getur engu að síður verið takmarkað á matseðlum veitingahúsa og skyndibitastaða. Og þar sem sem matarupplifunin er stór hluti af ferðalaginu þá er það auðvitað miður. Ný úttekt bresku vefsíðunnar Eco experts getur hins vegar reynst grænmetisætunum gagnleg því þar eru má sjá í hvaða Evrópulönd standa sig best þegar kemur að matseld úr öðru en kjötmeti og sjávarafurðum.

Niðurstaðan er sú að hvergi er úrvalið meira en í Sviss en minnst er það í Portúgal. Ísland var ekki með í könnuninni. Þar voru löndin vegin og metin eftir fjölda veitingastaða sem sérhæfa sig í grænmetisfæði, árlegri neyslu landsmanna á kjöti og meðalverði á kílói af nautakjöti.

Þess má geta að þeir sem vilja gera sér ferð til Sviss geta valið úr áætlunarferðum héðan til þriggja borga þar í landi. Icelandair flýgur allt árið til Zurich og yfir sumarið til Genfar. Þangað flýgur líka easyJet og það flugfélag býður einnig upp á ferðir milli Basel og Íslands.

Landakort The Eco Experts sýnir í hvaða Evrópulöndum það er einfaldast að ferðast um fyrir grænmetisætur í leit að góðum mat.

Map showing the best country to be vegetarian in Europe