Samfélagsmiðlar

Eðlilegt að ræða betri upplýsingjagjöf

Ráðherra ferðamála telur umhugsunarvert að meiri upplýsingar skuli vera veittar í ýmsum öðrum löndum um flugumferð en þekkist hér á landi.

Einu opinberu upplýsingarnar sem til eru um flugumferð til og frá Keflavíkurflugvelli, eftir flugfélögum og flugleiðum, eru samantektir Túrista sem birtar hafa verið mánaðarleg allt frá árinu 2011. Þær upplýsingar ná þó aðeins yfir fjölda brottfara en ekki fjölda farþega. Á þeim upplýsingum situr Isavia á meðan flugmálayfirvöld í mörgum öðrum löndum, t.d. Bandaríkjunum, Bretlandi og Danmörku birta þær mánaðarlega.

Það heftur líka staðið á upplýsingagjöf frá WOW air. Þannig hafa litlar upplýsingar fengist um stöðu flugfélagsins en það stendur undir um þriðjungi af flugumferðinni til og frá Keflavíkurflugvelli. Þar til í lok síðustu viku hafði flugfélagið til að mynda ekki gefið út hver afkoman var í fyrra. Niðurstaðan var 2,3 milljarða tap.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir í svari til Túrista, að hún telji að sú almenna regla ætti að gilda í þessu sem öðru að veita eins miklar upplýsingar og hægt er að teknu tilliti til réttmætra hagsmuna þeirra sem hlut eiga að máli. „Þess ber þó að gæta að strangar reglur gilda um upplýsingagjöf fyrirtækja á markaði enda geta þær haft mikil áhrif á verðmæti hlutabréfa fyrtækjanna. Svipuð sjónarmið geta gilt um óskráð félög. Mér finnst umhugsunarvert að meiri upplýsingar skuli vera veittar í ýmsum öðrum löndum og það gæti verið vísbending um að við ættum að endurskoða okkar nálgun. Hugsanlega eru að einhverju leyti eðlilegar skýringar á þessu en ég hallast að því að við getum gert betur í upplýsingagjöf en við gerum í dag og ég tel eðlilegt að ræða það. Eins og til dæmis hvort unnt sé að birta mánaðarlega tölur um fjölda farþega á milli Íslands og hvers og eins flugvallar, eins og er gert í Bretlandi.“

Þess ber að geta að í sumarbyrjun kærði Túristi upplýsingagjöf Isavia til úrskurðarnefndar upplýsingamála og beðið er niðurstöðu í því máli.

Aðspurð um álit sitt á versnandi afkomu Icelandair og tapreksturs WOW air þá bendir Þórdís Kolbrún á að flugmál eru á forræði samgönguráðherra og að eftirlit með fjárhagsstöðu flugrekenda á hendi Samgöngustofu. Þórdís Kolbrún segir að hún hafi ekki vitað af taprekstri WOW air í fyrra fyrr en hún las það í fréttum.

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …