Samfélagsmiðlar

Færri nýttu sér innanlandsflugið

Á fyrri helmingi ársins fækkaði farþegum á innanlandsflugvöllunum um ríflega 8 þúsund. Bretlandsflug frá Akureyri vegur upp á móti samdrættinum.

flugvel innanlands isavia

Farþegum á Reykjavíkurflugvelli fækkaði um 5 af hundraði á fyrri helmingi ársins.

Rétt rúmlega 377 þúsund farþegar fóru um flugvelli landsins á fyrri helmingi árs ef Keflavíkurflugvöllur er frátalinn. Þetta er rúmlega 8 þúsund færri farþegar en á sama tímabili í fyrra. Ef litið er til fyrstu sex mánaða áranna á undan þá hefur fjöldinn í ár verið rétt undir meðaltalinu (388 þúsund) á þessari öld. Þó ber að hafa í huga að hinn mikli fjöldi sem nýtti sér innanlandsflugið árin 2000, 2007 og 2008 hífir upp meðaltalið eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan.

Á fyrri helmingi þessa árs fækkaði farþegum á Reykjavíkurflugvelli um nærri 5 af hundraði en samdrátturinn var minni á Egilsstöðum. Um flugstöðina á Akureyri fóru hins vegar fleiri en á sama tíma í fyrra en horfa verður til þess að 3.525 farþegar flugu milli Akureyrar og Bretlands fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt tölum frá breskum flugmálayfirvöldum. Um var að ræða leiguflug á vegum breskrar ferðaskrifstofur og þetta voru því ekki farþegar í innanlandsflugi. Þetta var í fyrsta skipti sem þessar ferðir voru í boði og ef ekki hefði komið til þeirra þá hefði þróunin á flugstöðinni á Akureyri verið neikvæð í ár líkt og í Reykjavík og Egilsstöðum. Í tölum Isavia er farþegafjöldinn á öðrum flugvöllum ekki sundurliðaður.

Þar sést til að mynda ekki hversu margir nýttu sér ferðir Ernis til Sauðakróks en tilraun flugfélagsins til að halda úti á áætlunarferðum þangað frá Reykjavík var hætt nú í sumarbyrjun. Verkefnið naut opinberra styrkja líkt og Feykir greindi frá.

Þegar tölur í innanlandsflugi eru skoðaðar verður líka að hafa í huga að Air Iceland Connect hefur frá því í ársbyrjun í fyrra boðið upp á beinar ferðir frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar. Sú þjónusta er aðeins í boði fyrir þá sem eru að koma úr eða á leið í millilandaflug og þar er því ekki um að ræða hefðbundið innanlandsflug. Flugfélagið hefur gert hlé á þessum áætlunarferðum í sumar en tekur upp þráðinn í haust.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …