Ferðagleði Íslendinga á sér enga hliðstæðu

Á fyrri helmingi ársins innrituðu ríflega 322 þúsund íslenskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Metið frá því í fyrra var því fellt með glæsibrag.

Nokkur þúsund Íslendingar voru viðstaddir leik Íslands í Moskvu þann 16. júní. En í þeim mánuði var nýtt ferðamet sett. Mynd: Alexander Smagin / Unsplash

Að finna hagstætt flug til útlanda hefur sennilega aldrei verið eins einfalt og sterk króna gerir vistina í útlöndum ódýrari en oft áður. Þetta tvennt er líklega helsta ástæða þess að í ár hafa fleiri Íslendingar flogið út í heim en dæmi eru um. Fyrstu sex mánuði ársins innrituðu að jafnaði 1794 Íslendingar sig í flug á Keflavíkurflugvelli. Sjá fjöldi fyllir um 10 hefðbundnar farþegaþotur.

Það eru þó ekki bara hagstæðir farmiðar og sterk króna sem ýta undir ferðagleðina því í nýliðnum júní fóru fylgdu margir íslenska karlalandsliðinu til Rússlands og á sama tíma var veðrið slæmt á Suður- og Vesturlandi og það hafði sitt að segja. Sólarlandaferðir seldust því óvenju vel eins og áður hefur komið fram. Af þessu leiddi að júní í ár er sá mánuður sem flestir Íslendingar hafa nýtt til ferðalaga út í heim. Í öðru sæti er svo júní í hittifyrra þegar Íslendingar fjölmenntu á fótboltaleiki í Frakklandi. Eins og sjá má á neðra súluritinu þá tilheyra allir mánuðirnir á topplistanum síðustu 3 árum.