Gray Line eykur umsvif sín

Eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins tekur við Viking tours í Vestmannaeyjum.

airportexpress
Gray Line hefur tekið yfir hópferðabíla Viking Tours í Vestmannaeyjum. Mynd: Gray Line

Gray Line hefur keypt alla hópferðabíla Viking Tours í Vestmannaeyjum og tók við rekstri þeirra um mánaðarmótin. Með kaupunum tekur Gray Line við öllum samningum og skuldbindingum Viking Tours við viðskiptavini fyrirtækisins er snúa að hóp- og skoðunarferðum með rútum samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Viking Tours mun hins vegar halda áfram rekstri bátsferða.

Starfsmenn Viking Tours munu sjá um rekstur hópferðabílana í umboði Gray Line og þjónustan mun vera óbreytt með sama starfsfólkinu. „Markmið Gray Line með kaupunum er að útvíkka starfsemina félagsins, bæta þjónustuna og fjölga ferðamönnum til Vestmannaeyja. Daglegar skoðunarferðir Gray Line til Vestmannaeyja munu því hefjast aftur strax á næsta ári,“ segir í tilkynningu.