Hlut­deild íslensku flug­fé­lag­anna breyttist ekki

Icelandair og WOW air stóðu sameiginlega fyrir um 77 prósent allra áætlunarferða til og frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Hlutfallið var það sama í júní í fyrra en innbyrðis vægi félaganna tveggja breyttist milli tímabila.

Myndir: Isavia, Icelandair og WOW air

Það voru 25 flug­félög sem buðu upp á áætl­un­ar­ferðir frá Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar í júní sem er viðbót um eitt flug­félag frá sama tíma í fyrra. Þá stóðu Icelandair og WOW air saman­lagt fyrir 77 prósent allra brott­fara og staðan var óbreytt í nýliðnum júní samkvæmt taln­ingum Túrista. Vægi Icelandair fór hins vegar úr rúmum 52 prósentum í tæp 45 prósent. WOW hækkaði sína hlut­deild úr fjórð­ungi upp í rúm 32 prósent eins og sjá á súlu­ritinu hér fyrir neðan.

Af erlendu flug­fé­lög­unum þá var Wizz Air umsvifa­mest með um fjórar af hverjum 100 ferðum en eins og sjá má á töfl­unni þá eru útlendu félögin, hvert fyrir sig, með mjög lítinn hluta af milli­landa­fluginu til og frá Íslandi. Hafa ber í huga að í þessum taln­ingum Túrista er aðeins litið til brott­fara í áætl­un­ar­flugi.