Samfélagsmiðlar

Önnur skíðavertíðin í Whistler framundan

Síðastliðinn vetur var í fyrsta sinn flogið beint héðan til Vancouver í Kanada. Það tækifæri nýttu GB ferðir til að bjóða upp á skíðareisur á ólympíusvæðið við Whistler.

Jóhann Pétur Guðjónsson hjá GB ferðum sem bjóða meðal annars upp á skíðaferðir til Whistler.

Jóhann Pétur Guðjónsson hjá GB ferðum segist fyllast einstakri frelsistilfinningu þegar hann skíðar niður brekkurnar í kanadísku fjöllunum við Whistler. Túristi lagði fyrir hann nokkrar spurningar um komandi vetrarvertíð en ferðaskrifstofan er með úrval af pakkaferðum fyrir skíðafólk.

Eru margir farnir að huga að skíðaferðum vetursins þrátt fyrir hið slæma sumarveður víða um land?
Já, salan á skíðaferðum fer vanalega af stað í byrjun júní. Í júlí er rólegra að gera í sölu skíðaferða en strax eftir verslunarmannahelgi fer allt á fullt, enda flestir að koma til vinnu eftir sumarfrí. Salan hefur svo verið stöðug út árið.

Þið hafið sérhæft ykkur í ferðum til Colorado og nú Whistler í Kanada en þið seljið líka ferðir til Austurríkis. Hver er stóri munurinn á því að fara í skíðaferð til Kitzbühel í Austurríki og svo Whistler?
Við höfum selt ferðir til Colorado og Austurríkis í 14 ár og erum sífellt að bæta við úrvalið. Whistler/Blackcomb í Kanada bættist við hjá okkur síðasta vetur og erum við að fara inn í annað árið okkar þar. Helsti munurinn á Kitzbühel og Whistler er stærð skíðasvæðanna. Whistler er miklu miklu stærra. Ferðalagið til Whistler er lengra en það er vel þess virði þegar komið er á staðinn. Einnig snjóar meira í Whistler þar eru „off piste“ svæðin miklu stærri. Það sem er frábært við þau svæði í Whistler er að þau eru öll innan seilingar við lyfturnar og það þarf ekki að erfiða með skíðin á bakinu til að komast í þá dýrð.

Hversu langri dvöl mælir þú með fyrir þá sem fara til Norður-Ameríku í skíðafrí?
Ég mæli með að fólk fari ekki til Norður Ameríku fyrir minna en 8 nætur. Ég fór reyndar í 5 nætur í vetur með einni nótt í Vancouver og sú ferð nýttist furðuvel. Með 8 nátta ferð færðu sjö skíðadaga sem er feikinóg. Í slíkum ferðum er líka gaman að taka einn dag í frí frá skíðunum og gera eitthvað annað skemmtilegt og það er úr mörgu að velja. Í Whistler er til dæmis mjög vinsælt að fara í snjósleðaferðir í villtri náttúrunni. Ég fór í eina slíka með nokkrum vinum í vetur með okkar eigi leiðsögumanni. Við lögðum af stað klukkan hálf átta um morgun og við vorum á sleðum í dýrðlegu veðri í fjóra tíma og vorum svo komnir á skíði eftir hádegi. Það eru svona dagar sem maður lifir fyrir. Sannkölluð fullkomnun. Við erum að vinna með sleðafyrirtæki í Whistler sem heitir Canadian Wilderness Adventures og vinsælasta ferðin þeirra heitir Backcountry X Tour og við sjáum fyrir okkur að selja mikið af þeim næsta vetur. Svo er „Heli skiing“ eitthvað sem heillar margan skíðamanninn í Whistler.

Áttu þér uppáhaldsbrekku í Whistler og hvað er svona skemmtilegt við hana?
Svæðið er svo gríðarlega stórt að það er erfitt að nefna eina uppáhaldsbrekku. Spanky‘s Ladder er frábær off piste brekka í Blackcomb sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Whistler megin þá eru Symphony og Harmony svæðin frábær. Það má eiginlega segja að þegar ég skíða þar þá fyllist ég frelsistilfinningu sem er engu lík. Ef ég gæti flogið þá myndi ég fljúga, en líklega kemst það að vera á skíðum það sem kemst næst því að fljúga.

Taktu þátt í ferðaleik GB-ferðir þar sem í vinning er skíðaferð fyrir tvo til Whistler í vetur. Sjá hér.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …