Samfélagsmiðlar

Óvissan um íslensku flugfélögin

Hlutabréfaverð Icelandair Group féll um fjórðung í gær og ennþá er ekki ljóst hver afkoma WOW air var í fyrra eða hvernig gangurinn er í ár. Flugfélögin tvö standa undir um 8 af hverjum 10 flugferðum til og frá landinu.

Icelandair og WOW air bera uppi millilandaflugið héðan.

Virði Icelandair lækkaði úr rúmum 61 milljarði niður í tæpa 46 milljarða í gærdag. Þessi mikla lækkun kemur í kjölfar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi frá sér á sunnudagskvöld þar sem fram kom að rekstrarhagnaður félagsins gæti orðið um 30 prósent lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í úttekt sem greiningardeild Arion banka sendi frá sér í gær segir að þetta gæti þýtt að Icelandair Group verði rekið með tapi í ár.

Hinn versnandi gangur hjá Icelandair virðist, samkvæmt tilkynningunni, helst skrifast á þá staðreynd að fargjöld hafa ekki hækkað í takt við áætlanir og á sama tíma hefur olíuverð snarhækkað. Þannig kostar þotueldsneyti í dag um helmingi meira en fyrir ári síðan og þrátt fyrir að þessi kostnaður vegi þungt í rekstri flugfélaga þá endurspeglast það ekki í farmiðaverðinu. Það hefur haldist lágt. Ekki bara í flugi til og frá Íslandi heldur líka í N-Ameríku og Evrópu.

Samgöngustofa komin með ársreikning WOW

Á sama tíma og forsvarsmenn Icelandair vara við versnandi afkomu þá er ekki vitað hvernig rekstur WOW air gengur en samanlagt standa íslensku flugfélögin tvö undir um 8 af hverjum 10 áætlunarferðum héðan til útlanda. WOW air er að öllu leyti í eigu Skúla Mogensen og þarf því ekki að birta upplýsingar úr rekstri sínum opinberlega. Félagið sendir engu að síður mánaðarlega frá sér upplýsingar um fjölda farþega og sætanýtingu en þær tölur segja ekkert um hver afkoman er. Og öfugt við síðustu ár þá hefur WOW air ennþá ekki tilkynnt hvort félagið var rekið með hagnaði eða tapi í fyrra. Samgöngustofa hefur þó fengið ársreikning WOW air fyrir árið 2017 því samkvæmt svari frá stofnuninni þá var honum skilað áður en frestur til þess rann út þann 30. júní sl.

Það eru engu að síður vísbendingar um að tekjur WOW air af hverjum farþega hafi lækkað umtalsvert í fyrra. Í viðtali við Morgunblaðið í vor lét Skúli Mogensen hafa það eftir sér að velta WOW air hafi verið um 50 milljarðar í fyrra. Og líkt og Túristi greindi frá í kjölfarið gefur það til kynna að meðaltekjur flugfélagsins, á hvern farþega, hafi lækkað um fimmtung milli áranna 2016 og 2017. Hins vegar fékk Túristi það staðfest hjá upplýsingafulltrúa félagsins að fargjöld þess hefðu hækkað á fyrsta fjórðungi þessa árs.

Afkoman í fyrra gefur ekki skýra mynd af stöðunni

Hver staða WOW air er í raun og veru liggur þó ekki fyrir og þegar afkoma síðasta árs verður loks opinber þá mun sú niðurstaða ekki gefa fullkomna mynd af stöðunni. Því það er árið í ár sem er að reynast flugfélögunum erfiðara. Þannig fullyrti forstjóri Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu, að þau flugfélög sem rekin voru með tapi í fyrra eigi sér enga framtíð nú þegar olíuverðið er orðið miklu hærra. Stjórnendur Norwegian hafa einnig sagt að hinn hækkandi kostnaður muni skila sér út í verðlagið en Norwegian á í miklum rekstrarvanda og þurfti nýverið að biðja hlutahafa sína um aukið hlutafé. Afkomuviðvörun Icelandair er svo nýjasta vísbendingin um að rekstur evrópskra flugfélaga sé að þyngjast verulega.

Séríslenskur skortur á upplýsingum

Það sem gerir greiningu á íslenska flugmarkaðnum erfiðan er hveru mikill skortur er á upplýsingum miðað við það sem þekkist í löndunum í kringum okkur. Þannig birta forsvarsmenn norrænu flugfélaganna SAS og Norwegian mánaðarlega upplýsingar um fargjaldaþróun en það gerir Icelandair ekki í tilkynningum sínum til kauphallar. Hið opinbera stendur sig líka mun verr í upplýsingagjöf því víða um heim birta flugmálayfirvöld mánaðarlega upplýsingar um fjölda farþega á öllum flugleiðum og jafnvel fjölda farþega eftir flugfélögum. Hvorki Isavia né Samgöngustofa vilja fylgja þessu fordæmi og hefur Túristi kært þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar upplýsingamála. Beðið er eftir niðurstöðu nefndarinnar.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …