Þorsteinn Guðjónsson til WOW air

Fyrrum svæðisstjóri hjá Icelandair og forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands tekur við sölumálunum hjá WOW air.

Þorsteinn Guðjónsson tekur nú við sölumálunum hjá WOW air. Myndir: WOW air og Icelandair

Þorsteinn Guðjónsson sem síðustu ár verið sölustjóri Icelandair í Svíþjóð og Norður-Ameríku og jafnframt svæðisstjóri flugfélagsins í Vestur-Evrópu hefur ráðið sig til WOW air. Þar mun hann leiða sölumálin samkvæmt því sem Túristi hefur fengið staðfest. Þorsteinn lét af störfum hjá Icelandair í sumarbyrjun en áður starfaði hann sem forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Hann var einnig annar af stofnendum Sumarferða og þar á undan markaðsstjóri Samvinnuferða-Landsýn.

Í febrúar tók Tómas Ingason við sem framkvæmdastjóri viðskiptasviðs WOW air en undir það heyra til að mynda sölumálin sem Þorsteinn mun veita forstöðu. Tómas hefur einnig reynslu af störfum fyrir Icelandair. Það hefur líka Ragnhildur Geirsdóttir, aðstoðarforstjóri WOW air, en hún var um tíma forstjóri Flugleiða sem var heiti móðurfélags Icelandair.