10 vinsælustu ferðamannastaðir Danmerkur

Þó færri hafi heimsótt Tívolí í fyrra þá er skemmtigarðurinn áfram sá staður í Danmörku sem laðar til sín flesta gesti.

tivoli taeki
Frá Tívolí í Kaupmannahöfn. Mynd: Tivoli

Það kemur engum á óvart að Tívolí í miðborg Kaupmannahafnar trónir á toppi lista ferðamálaráðs Danmerkur yfir þá 10 staði sem fengu til sín flesta gesti í fyrra. Aftur á móti kom það á óvart að sjá nafn lystigarðsins í borginni, Botanisk Have, á listanum í fyrsta sinn. Skýringin á því er sú að það var fyrst í hittifyrra að settir voru upp teljarar í garðinum og þar með hafa vinsældir þessa fallega græna svæðis fengist staðfestar. Í fyrra lögðu nefnilega 971 þúsund gestir leið sína þangað sem er meiri fjöldi en vinsælustu listasöfnin geta státað af. Það vinnur þó með lystigarðinum að ekki þarf að borga fyrir aðgang nema í Pálmahúsið og Fiðrildahúsið.

10 vinsælustu staðirnir í Danmörku:

  1. Tívolí, 4,4 milljónir gesta (-5,6% samdráttur frá 2016)
  2. Dyrehavsbakken, 2,4 milljónir gesta (-4% samdráttur)
  3. Legoland, 1,7 milljónir gesta (óbreytt frá 2016)
  4. Zoo í Kaupmannahöfn, 1,2 milljónir gesta (2,7% aukning)
  5. Botanisk Have í Kaupmannahöfn, 971.000 gestir (63,2%)
  6. Djurs Sommerland, 809.000 gestir (8,6%)
  7. Lalandia í Billund, 681.000 gestir (-1,6%)
  8. Rundetårn í Kaupmannahöfn, 680.000 gestir (4%)
  9. Aros listasafnið í Árósum, 659.000 gestir (7,2%)
  10. Louisiana á Norður-Sjálandi, 658.000 gestir (-6,9%)