Áhafnamál fyrir Indlands­flug WOW kynnt á næst­unni

Það er ekki útilokað að breiðþotur WOW air verði mannaðar indverskum áhöfnum.

Mynd: WOW air

Í lok þessa árs hefst áætl­un­ar­flug WOW air til Nýju-Delí í Indlandi og verður þetta fyrsta beina flugið héðan til Asíu. Í flugið mun WOW air notast við nýjar Airbus 330 breið­þotur og líkt og Túristi greindi frá í sumar­byrjun þá er ekki útilokað að um borð verði indverskar áhafnir að störfum. Aðspurð um hvort ákvörðun hafi verið tekin um þessi mál þá segir Svan­hvít Frið­riks­dóttir, upplýs­inga­full­trúi WOW, að félagið muni senda frá sér nánari upplýs­ingar um þessi mál á næstu vikum.

Ef WOW air kýs að manna flug­vél­arnar með Indverjum þá fetar félagið í fótspor norska lággjalda­flug­fé­lagsins Norwegian sem réði taílenskar áhafnir fyrir áætl­un­ar­flug félagsins til Taílands. Sú ráðstöfun var gagn­rýnd af skandi­nav­ískum verka­lýðs­fé­lögum sem bentu á að launa­kjör taílensku áhafn­anna eru mun lægri en þekkist á Norð­ur­löndum.